Maí mótaröðin – GT3
iRacing

English here

 

GT3 Flokkur:
Audi R8 LMS
BMW M4 GT3
Ferrari 488 GT3 Evo 2020
Ford GT GT3
Lamborghini Huracán GT3 EVO
Mclaren MP4_12C GT3
Mercedes AMG GT3
Porsche 922 GT3 R

Bein útsending:

C

iRacing GT3 Mótaröðin

Mótsgjald: 0kr

Til að vera með þarftu :

  1. Áskrift að iRacing og eiga einhvern GT3 bíl og 3 brautir, (Spa, Suzuka og Road Atlanta)
  2. Skrá sig í GT Akademíu deildina/league #4302 í iRacingUI
  3. Fylla út þetta skjal (Hér)
  4. LESA REGLUR (Hér)


    Hægt er að keppa að heiman í eigin búnaði eða hjá okkur.
    Heima í þínum búnað: 0kr
    Hermir í GT Akademíunni: 7000kr (2klst)
    Verð fyrir meðlimi GT Akademíunar: 3500kr (2klst)
    ATH að verð gilda fyrir hverja keppni

    Til að keyra í GT Akademíuni þarf að bóka sæti í síma: 537-2400
    eða senda okkur skilaboð á Facebook  GT Akademían

    Í lok mótsins verða svo gefin verðlaun fyrir 1-5 sæti.
    verðlaun eru greidd í iRacing credit.

    1.sæti -30.000kr
    2.sæti – 25.000kr
    3.sæti – 15.000kr
    4.sæti – 10.000kr
    5.sæti – 5.000kr

Keppnisdaga dagskrá:

Þrír Mánudagar í maí
2. maí – 16. maí – 30. maí
Spa – Suzuka – Road Atlanta.

hefst kl: 19:30
30min æfing
20min Tímatökur / 6 hringir
5-10min Pása
60min Kappakstur

 

Æfingar Auglýstar á Discord Server okkar —>

 Open setups! 

Unlimited fast repair – 0sec viðgerð ef þú kemst í pit.
Damage ON !

30% Bensín svo keppendur munu þurfa fara í pit.

Útsendingar hefjast 19:00

Keyrðar verða þrjár keppnir en aðeins gefin stig fyrir tvær bestu keppnir hvers keppanda. keppt verður á Spa, Suzuka og Road Atlanta.

Stig fyrir hverja keppni:
1. 20
2. 17
3. 15
4. 13
5. 11
6. 10
7. 9
8. 8
9. 7
10. 6
11. 5
12. 4
13. 3
14. 2
15. 1

Vertu með í umræðunni

Á Discord rásinni er virk umræða um Æfingar,  keppnir og keppnishald og ýmislegt annað sem við kemur öllum hermiakstri.

Æfingar eru auglýstar hér á Discord

GT3

Staðan núna

Skráðir keppendur

Keppnisgreinareglur fyrir GT3 Mótaröð

Keppnisgreinarreglur fyrir hermikappakstur

Orðskýringar skáletraðra orða er að finna í Reglubók FIA sem aðgengileg er á vef AKÍS www.akis.is

2022

GREIN 1 ALMENNT

GREIN 1.1 GILDISSVIÐ

1.1.1 Reglur þessar gilda fyrir allar keppnir í GT3 Flokki hjá GT Akademíunni

1.1.2 Keppnir eru haldnar samkvæmt Reglubók FIA (e. International Sporting Code (ISC)), þessum keppnisgreinareglum og sérreglum hverrar keppni.

1.1.3 Gæti misræmis á þessum keppnisgreinarreglum og Reglubók FIA þá gilda reglur FIA.

GREIN 2 SKRÁNING

GREIN 2.1 KEPPENDUR OG ÖKUMENN

2.1.1 Keppendur þurfa einungis að skrá sig einusinni í mótið.

2.1.2 Skráður ökumaður verður sjálfur að stýra sínum bíl í keppni.

GREIN 3 KEPPNISFYRIRKOMULAG

GREIN 3.1 ALMENNT

3.1.1 Ræst er á ferð með stillingum iRacing.

3.1.2 Komi upp sú staða að iRacing þjónn krefjist ræsingar frá stoppi verður ræst á stoppi.
3.1.2.a Ræsing á ferð er framkvæmd án fylgdarbíls frá ráspól nema sérreglur kveði á um annað.
3.1.2.b Þegar ræst er án fylgdarbíls er ökutækjum ætlað að aka á eigin vegum að ráslínu í réttri röð samkvæmt leiðbeiningum iRacing eða keppnistjóra.
3.1.2.c Ef þörf er á að endurraða gerir keppnisstjóri það í gegnum hljóðrásir iRacing ef ekki telst þörf á að endurræsa keppni.

3.1.3 Skylt er að virkja hljóðrásir í iRacing svo keppnisstjóri geti gefið fyrirmæli.
3.1.3.a Í æfingu verður gert nafnakall til þess að staðfesta virkni hljóðrásar.

3.1.4 Um hegðun ökumanna í brautarakstri gildir kafli IV viðauka L í Reglubók FIA um aksturshegðun á brautum.
3.1.4.a Ökumaður sem ver stöðu sína á beinum kafla eða fyrir bremsusvæði má nota alla brautarbreiddina við fyrstu stefnubreytingu að því gefnu að marktækur hluti þess ökutækis sem reynir að komast framúr honum sé ekki við hlið hans. Á meðan ökumaður verst með þessum hætti má hann ekki yfirgefa brautina án réttlætanlegrar ástæðu.
3.1.4.b Til að taka af allan vafa, nemi framendi ökutækis sem reynir að komast framúr við afturdekk fremra ökutækisins telst það vera marktækur hluti.
3.1.4.c Ökumaður sem ver stöðu sína í beygju má halda aksturslínunni sé hann meira en hálfa bíllengd í miðri beygju fyrir framan þann sem reynir framúrakstur.

3.1.5 Ætli ökumenn sér að nota EXIT VEHICLE möguleikan í æfingu eða tímatöku, verða þeir að gera það utan brautar eða augljósrar aksturslínu.

3.1.6 Æfing á ræsingu eða önnur svipuð aksturshegðun er einungis leyfð á meðan æfingu stendur, og má aðeins framkvæma á lengsta beina kafla og úr aksturslínu.

3.1.7 Í lok aksturs ber ökumönnum að forðast árekstra og aka sem fyrst inn í pit.
3.1.7.a Fagnaðar spól er leyfilegt en velja skal stað sem er ekki á miðri braut eða gæti valdið árekstri.

GREIN 3.2 KEPPNISUMHVERFI

3.2.1 Keppt er í iRacing tölvuleiknum.

3.2.2 Keppendur þurfa að vera í áskrift hjá iRacing og eiga þær brautir og bíl sem notuð eru í mótaröðinni.

3.2.3 Keppendur hafa kost á að keppa með eigin búnaði eða leigja búnað hjá GT Akademíunni.
3.2.3.a Keppendum sem keppa með eigin búnaði er heimilt að vera staðsettir hvar sem þeim hentar.
3.2.3.b Keppendur verða nota stýri sem stjórntæki eða álíka búnað, ekki er heimilt að nota stýripinna.

3.2.4 Keppendur verða að nota iRacing aðgang með því nafni sem þeir eru skráðir undir til keppni

3.2.5 Keppendur verða vera skráðir í GT Akademíu Deildina/League(Deild #4302) í iRacing.

GREIN 3.3 TÆKNILEGT UMHVERFI

3.3.1 iRacing forritið mun að mestu leyti sjá um tæknilega keppnisstjórn og úthlutar ávítum fyrir útafakstur, þjófstart, árekstra o.s.frv. sem teljast gildir staðreyndadómar.

GREIN 3.4 REFSINGAR

3.4.1 Atvikastig/Incident points (sem iRacing forritið dæmir á ökumenn):
3.4.1.a Létt snerting við annan bílstjóra (Light contact with another driver) x 0
3.4.1.b Dekk útaf braut (Wheels off the racing surface) x1
3.4.1.c Missa stjórn (Loss of control) x2
3.4.1.d Snerting við hluti í braut (Contact with other object) x2
3.4.1.e Mikil snerting við annan bílstjóra (Heavy contact with another driver) x4

3.4.2 Þegar ökumaður hefur fengið 15 atvikastig eða fleiri ber honum að stoppa í pitti.
3.4.2.a Fyrir hver auka 10 stig eftir það er annað stopp í pitti.

3.4.3 Fyrir of hraðan akstur ökutækis inn í pittsvæði mun iRacing sjá um refsingar

3.4.4 Ökumenn verða sjálfir að virkja pit limiter/hraða takmarkara (ætli þeir sér það) áður en ekið er inn á þjónustusvæðið.

3.4.5 Komi upp sú staða í keppni að allir ökumenn missi samband við netþjón iRacing er keppnistjóra heimilt að ljúka keppni ef ⅔ hlutar hennar hafa þegar verið eknir. Að öðrum kosti skal endurræsa keppnina með 15 mínútna keppnistíma eftir á klukkunni.

3.4.6 Ströngustu reglur og viðurlög leiksins gilda í keppni og er ávítum beitt innan leiksins ef ökumaður gerist brotlegur (styttir sér leið, ekur utan vegar, ekur of hratt in á þjónustusvæði o.s.frv.).

3.4.7 Skemmdir á bílum eru hafðar á raunverulegustu stillingu.

3.4.8 Verði meiriháttar árekstur við upphaf keppni hefur keppnisstjóri möguleika á að kalla út öryggisbíl til að hægja niður keppni þar til ökumenn sem atvik hafði áhrif á hafa látið laga skemmdir bílsins og eru komnir aftast í röðina.

3.4.9 Sé öryggisbíll sendur út fá þeir ökumenn sem lentu í atviki að fara aftast í röðina á eftir öryggisbíl í þeirri röð sem þeir koma úr pittinum.
3.4.9.a Þegar ökumenn koma úr pitti undir þessum kringumstæðum er þeim gert kleift að taka fram úr öryggisbíl til þess að ná stöðu sinni aftast í röð. Svokallað “WAVEBY” er notað.
3.4.9.b Ökumönnum ber að fylgjast vel með skipunum sem iRacing gefur á meðan öryggisbíll er í braut.

GREIN 3.5 ÚRTÖKU-TÍMATAKA
3.5.1 Engin Úrtöku tímataka

 

GREIN 3.6 TÍMATAKA FYRIR RÁSPÓL

3.6.1 Keppendur hafa aðeins 6 heila hringi til að ná tíma.

3.6.2 Tímatakan hefst með 30 mínútna æfingu meðan keppendur koma sér inn á keppnisþjón/server.

3.6.3 Tímatakan sjálf opnar í 20 mínútur og eru allir ökumenn saman á brautinni meðan á henni stendur.

3.6.4 Ökumaður sem er á úthring verður að víkja fyrir umferð.
3.6.4.a Óheimilt er að tefja fyrir bíl á hröðum hring og ber ökumanni að víkja úr aksturslínu til að hleypa bíl á hröðum hring framúr. 

GREIN 3.7 KEPPNI

3.7.1 Að lokinni tímatöku fyrir ráspól hefst 10min pása/upphitun og svo hefst keppni strax eftir það.

3.7.2 Ekin er ein 60mínútna keppni og rásröð eftir tímatökum.

3.7.3 Í keppnum hafa keppnisbílar 30% eldsneyti. Það er á ábyrgð keppanda að tryggja að eldsneyti dugi út keppnina og/eða bæta eldsneyti á bíl í þjónustuhléi. 

 

GREIN 3.8 Ráslína

3.8.1 keppendum ber að koma sér á Ráslínu/grid áður en 2minutur er liðnar af svokölluðum Rás Tíma/Grid Time (drífið ykkur að íta á grid takkann)

3.8.2 keppnin verður ræst þegar rástíma líkur eða allir keppendur eru komnir á ráslínu.

 

GREIN 6 STIG TIL MEISTARA

6.1keppandi sem hlotið hefur flest stig samanlagt úr 6 efstu sætum hvers keppanda í keppnum til Íslandsmeistara telst Íslandsmeistari.

6.2 Stig til Íslandsmeistara eru gefin fyrir sæti í lokaúrslitum samkvæmt eftirfarandi töflu:
1. sæti : 20 stig
2. sæti : 17 stig
3. sæti : 15 stig
4. sæti : 13 stig
5. sæti : 11 stig
6. sæti : 10 stig
7. sæti : 9 stig
8. sæti : 8 stig
9. sæti : 7 stig
10. sæti : 6 stig
11. sæti : 5 stig
12. sæti : 4 stig
13. sæti : 3
stig
14. sæti : 2 stig
15. sæti : 1 stig

 

6.3 Að auki fæst eitt stig fyrir hraðasta hring úr tímatöku eða keppnislotu hverrar keppni.

6.4 Ef tveir eða fleiri eru með jafnmörg stig í efsta sæti í lok keppnistímabilsins skal sá teljast Íslandsmeistari sem oftar hefur sigrað keppnir á tímabilinu.
6.4.a Ef staða er enn jöfn skal telja fjölda “2.sætis” og svo koll af kolli.

GREIN 7 KEPPNISFLOKKAR

GREIN 7.1 FORMULA 3

7.1.1 Allir ökumenn aka á GT3 bílum með stillingum úthlutuðum af iRacing (medium_downforce_endurance)

GT AKADEMÍAN

 

Faxafen 10 | 107 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is

 

Styrkja

kr.