Digital Motorsport

Sestu í einn fullkomnasta ökuhermi sem völ er á og finndu adrenalínið flæða um æðarnar þegar þú þeysist áfram í kappi við tíma, vini eða vinnufélaga.

Komdu og prófaðu

Hágæða Hermikappakstur

Við bjóðum upp á frábærar kappakstursupplifanir fyrir einstaklinga eða hópa sem geta keppt geta sín á milli
í einum fullkomnasta kappaksturshermi sem völ er á.

Kappaksturshermarnir okkar eru hreyfihermar sem líkja eftir hreyfingum bíla í akstri. Þú finnur fyrir því þegar tekið er af stað, bremsað, beygt, keyrt yfir kanta, þegar dekk missa grip, o.s.frv. Við bjóðum atvinnu- og áhugamönnum upp á ódýrar kappaksturs upplifanir sem hjálpa þeim að bæta sig á raunheima brautum og tækjum með að hlaða inn sætistímum sem er það sem mestu skiptir fyrir góðan ökumann, svokallað “Seat time”.
Við höldum einnig Íslandsmót í Hermikappakstri og fleirri mótaraðir sem áhugasamir geta tekið þátt í, við bjóðum uppá ódýr meðlima kort fyrir atvinnu- og áhugamenn sem langar að taka þátt í mótaröðum en hafa ekki búnað heima. Áhugamenn um mótorsport hafa hér tækifæri á að upplifa spennuna við að keppa í kappakstri í áhættulausu umhverfi fyrir lítinn pening miðað við raunheima Mótorsport almennt.
Kíkið á Dagatalið okkar, þar má finna allar komandi keppnir og mótaraðir.

 

Í teyminu okkar eru reyndir hermikappaksturs og drift nördar sem eru alltaf til í að hjálpa.
Discord rásin okkar væri best til fallinn í alla aðstoð en hikið ekki við að hafa samband við gta@gta.is eða á Facebook

 

eitthvað fyrir alla!

Margt í boði

eINSTAKLINGAR EÐA LITLIR HÓPAR

Sestu í einn fullkomnasta ökuhermi sem völ er á og finndu adrenalín flæða um æðarnar þegar þú þeysist áfram.

hÓPEFLI FYRIRTÆKJA

Fátt betra en skemmtilegur og krefjandi kappakstur í fullkomnum ökuhermum til að hamra saman hópinn og efla liðsanda.

EINKASAMKVÆMI

Gæsun, steggjun, afmæli eða annar samfögnuður? Kepptu við vini og vandamenn í geggjuðum kappakstri og slakaðu svo á í setustofunni.

Akstursíþróttanámskeið

Námskeið fyrir krakka, unglinga og ungt fólk í akstursíþróttum. Leiðin á toppinn hefst hér!

VERÐSKRÁ

30 mín  –  3.500 kr   

60 mín  –  6.500 kr *

90 mín  –  8.900 kr *

* Auka 60 mín  –  4.000 kr

Heimilisfang

Faxafen 10, 2hæð. 107 Reykjavík

Símanúmer

537-2400

Netfang

Opnunartími

Opið alla daga frá 12:00 til 20:00

GT AKADEMÍAN

 

Faxafen 10 | 107 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is