C

Hermikappakstur á FiA Motorsport Games

 

FiA Motorsport games er árlegur viðburður hjá FIA sem mætti líkja við ólympíuleika akstursíþrótta. Í ár er keppt í hermikappakstri og gefst Akstursíþróttasambandi Íslands (AKÍS) tækifæri á að senda keppanda fyrir Íslands hönd.

Val á Ökumanni er einfalt í ár; Sigurvegari Íslandsmeistaramótsins í hermikappakstri er fyrsti kostur, en þar sem Karl Thoroddsen, sigurvegari 2022 hefur ekki kost á þátttöku, tekur Hákon Jökulsson við keflinu. Hákon náði öðru sæti á Íslandsmóti 2022 og tekur hann áskoruninni fagnandi. Keppendur á Íslandsmeistaramótinu leggja metnað í æfingar og keppnir, sýna ávallt afbragðs íþróttamennsku og virðingu til keppnishaldara og annara keppenda. Hákon hefur sýnt Hermikappakstri mikinn áhuga frá því hann var 15 ára og hefur tekið þátt í öllum mótaröðum frá því hann kom fyrst í GT Akademíuna árið 2019. 

Hákon Jökulsson mun því keppa fyrir Íslands hönd á stóra sviðinu í Marseille Frakklandi 28-30 Okt 2022.

 

  Akstursíþróttasamband Íslands er eitt af þeim íþróttasamböndunum sem mynda Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ).  Á alþjóðavísu eru einnig móðursamtök AKÍS, Fédération Internationale de l’Automobile (FIA) sem eru einnig aðilar að Alþjóða Ólympíusambandinu (IOC).
  AKIS.is

  Keppnin öll fer fram í Marseille, Frakkland. Á Paul Ricard brautinni, keppt verður á ýmsum tækjum og á ýmsum útgáfum af brautinni en fyrir hermikappaksturinn verður keppt á GT3 bílum og útbúinn sérstök útgáfa af brautinni fyrir Assetto Corsa Competizone(ACC) leikinn sem verður notaður á mótinu.

  Búist er við um 80 keppendum í Hermikappaksturinn.
  Keyrð verður stór tímataka til að flokka niður keppendur og raða þeim niður á keppnisþjóna, nánar síðar

  Hægt verður að fylgjast með þessum keppnum í beinum útsendingum sem hægt verður að finna hér og á fiamotorsportgames.com þegar nær dregur.

  Hákon Darri Jökulsson

  Hákon Darri Jökulsson

  eSport-Ökumaður

   

  Ég heiti Hákon Darri Jökulsson, 20 ára Hafnfirðingur og hef keppt í hermikappakstri í rúmlega 6

  ár og þar af tekið þátt í Íslandsmótinu á hverju ári síðan 2019 með góðum árangri.

  Kappakstur er mitt helsta áhugamál í lífinu og því er það mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir hönd Íslands á stórmóti á móti mörgum af bestu ökumönnum heims.

  Stuðningur GT Akademíunnar hefur verið mikilvægur hluti í ferlinum mínum og mun ég vera ævinlega þakklátur AKÍS og GT Akademíunni fyrir þetta tækifæri.

  Árið 2019 var mér fyrst boðið að taka þátt í Íslandsmótinu þar sem mér tókst að verða yngsti ökumaður til að ná verðlaunapalli í Íslandsmeistaramóti í hermikappakstri. Síðan þá hef ég verið virkur í samfélaginu og tekið þátt í öllum mótum sem ég get. Árið 2020 og 2021 tók ég þátt í mínum fyrstu alþjóðlegu keppnum í liðum frá GT akademíunni, en þar fékk ég fyrst að spreyta mig á móti stærstu nöfnum á norðurlandanna.

  Árið 2022 hefur líklega verið stærsta árið í ferlinum, þegar ég náði 2. Sæti í Íslandsmeistaramótinu og top 10 í Norræna F3 meistaramótinu. Þar að auki verðlaunapallar í tveim 4 Klst. þolaksturskeppnum á Nurburgring Nordschleife, og 8. Sæti með liðinu í 24 Klst Nurburgring Nordschleife fyrri part sumars.

  GT Akademían er virk á samfélagsmiðlum eins og Facebook og er hún þar með 1.6 þúsund fylgjendur og mun vera deilt allri ferðinni þar inn fyrir áhugasama til að fylgjast með. Með aukinni athygli á kappakstri og hermikappakstri hjá íslendingum eftir faraldurinn og stórann fyrgjendahóp GT Akademíunnar verður mikil athygli á þessum viðburði og ætlum við okkur að nýta það til fulls.

  Kær Kveðja

  Hákon Darri Jökulsson

  —-

  Við í GT Akademíunni höfum fulla trú á honum Hákon og stefnum á að fara með honum til Frakklands sem stuðningur og til að geta deilt með ykkur þessari upplifun Hákons, við munum setja inn myndir og video af þessum stórkostlega viðburði og leyfa ykkur að fylgjast með frá byrjun til enda.

  Ef þið sjáið ykkur fært að styrkja þessa vegferð okkar þá tökum við með hlýju á móti styrkjum hér að neðan.

  Sláðu inn upphæð styrks og smelltu á
  Styrkja takkann sem fer með þig á greiðslusíðu okkar.
  Allir styrkir fara í að koma Íslenska liðinu til Frakklands, hótel og mat.
  Styrktar síða verður virk alveg fram að heimför.

  Takk fyrir !

  Styrkja

  kr.

  Dagatal – Keppnir koma inn síðar

  No event found!

  GT AKADEMÍAN

   

  Faxafen 10 | 107 Reykjavík | Sími 537 2400

  gta@gta.is

   

  Styrkja

  kr.