Skítugt Rallý á Facebook

Meistaramót í Hermirallý
og minni mót

Skítugt Rallý hópurinn á Facebook er HermiRallý deild Íslands, þarna eru komnir saman margir af knáustu rallý bílstjórum landsins að keppa um að komast á toppinn.

Allar upplýsingar á Facebook síðu hópsins.
Til að vera með þarftu að vera í Hópnum á facebook,
Skrá þig hér og fylgja leiðbeiningum í sama skjali.

Facebook Hópurinn og keppnir eru opnar öllum og hægt er að taka þátt hvort sem þú átt PS4/5, XBOX eða PC.

Keppnishald og deildarstjórn er í höndum Halldórs Vilbergs í Galsa Mótorsport og Gunnars Ágústssonar.

Keppt er í Íslandsmeistaramóti í HermiRallý og einnig í minni deild sem kallast Very Dirty.

2024 verður skipt yfir í EA WRC leikinn, upphitunar jólamót fer í gang í lok Desember.

Richard Burns Rally

20ára gamall leikur og ennþá sá besti í að herma eftir Rallý bílum og umhverfinu þeirra. Alveg frá fyrsta degi árið 2004, var það takmark Richard Burns að búa til rallýbíl í tölvuleik en ekki búa til tövuleik með rallýbílum eins og tíðkast hefur í stærri leikjaframleiðslum.
Við í GT Akademíunni kynnumst fyrst rallý leikjum í Collin McRay seríunni sem seinna hafa þróast í Dirt seríuna og höfum lengi verið með aðra löppina í rallýleikjum en þó aldrei prófað Richard Burns Rallý (RBR)
Það var flókið að fá leikinn og setja hann upp hér áður enda löngu hættur í sölu og einnungis hægt að nálgast leikinn með því að sækja hann á, að er virðist svörtum markaði, en svo er ekki.
Leikurinn er einfaldlega frír í dag og er öllum frjálst að sækja og deila honum frítt.
Við erum fyrst að kynnast þessum leik og magnaða samfélaginu í kringum hann í lok 2023 þegar leikurinn er orðinn 19 ára gamall, leikurinn hefur farið í gegnum margar uppfærslur og það er að öllu leiti stóru og góðu samfélagi að þakka, þá kannski sértaklega Þýskum manni að sem kallaður er Workerbee sem betrumbætir hegðun bíla og samstarf dekkja og undirlags (physics) og ótal öðrum einstaklinkum sem hafa sett saman hundruði leiða fyrir okkur að keyra á einum af 100 rallý bílunum sem eru í boði, VR Stuðningur og svo endalaust fleirra sem var ekki í þessum leik í byrjun.
Nokkrar “útgáfur” eru af leiknum og hér fyrir neðan eru Íslenskar leiðbeiningar hvernig þið getið sótt uppáhalds RBR útgáfuna okkar, einnig er þetta stæðsta og virkasta samfélagið og minnsta vesenið við uppsettningu á leiknum og öllum Plugins.

RallySimFans.hu

GT AKADEMÍAN

 

Faxafen 10 | 107 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is

 

Styrkja

kr.