Northern Esports Championship – 2024

C

Barátta Víkingana - Norðurlandamót 2024

Skipulagt af Akstursíþróttasamböndum norðurlandana í samstarfi við FIA og iRacing sem liður í uppbyggingu á Digital Motorsporti.

Tímatökur í hverju landi skorða úr hver fær að taka þátt.

5 Keppendur frá 5 löndum !
Keppnisdagur 27. Apríl í Stokkhólmi, Svíþjóð (Flug og hótel innifalið)
Keppt á FIA Formula 4 á Rudskogen brautinni og Rallýkross Ofurbílum á Hell brautinni í Noregi.

Skelltu þér í tímatökur og reyndu þitt besta !

Tímatökum lokið – Sjáðu íslenska liðið neðar á síðunni.

Æfingar og tímatökur í fullum gangi fram að 24.apríl.
Nánar um dagsetningar inní GT Akademíu deildinni/league í iRacing og á Discord rás GT Akademíunar.

 

Þú vilt ekki missa af þessu!
Bein útsending á FIA Youtuberásinni
FIA Youtube – NEC
Og á https://www.twitch.tv/svenskeracing

 

 

Tímatökum Lokið

Tímatökur fyrir Norðurlandamótið
Til að öðlast þáttökurétt þurfa keppendur taka þátt í tímatökum og vera í topp sætum.
Top 2 í Rallýkrossi og Top3 í Formula 4.

Hver keppandi keppir í einni grein. 5 keppendur taka þátt.

Til að nálgast tímatöku og æfinga servera þurfa keppendur að vera skráðir í GT Akademíu deildina/leagues #4302 í iRacing þar sem serverar verða aðgengilegir með nöfnum AKÍS og NEC
Einnig koma upplýsingar sem okkur berast fyrst inná Discord rás GT Akademíunar hér

Serverar fyrir bæði Rallýkross og Formula 4 verða opnaðir kl 12:00 og eru opnir í 12klst, eða til 24:00.
Opin tímataka, allir saman í braut.
Hægt að mæta á alla serverana og keyra eins marga hringi og keppendum langar, besti hringurinn gildir og fara Top 5 áfram og keppa á Norðurlandamótinu fyrir hönd Íslands.
Flug og Hótel er kostað af styrktaraðilum, AKÍS og ÍSÍ.


Dagatal fyrir tímatökur er hægt að nálgast í GT Akademíu deildinni í iRacing.

Keppnisfyrirkomulag

5 keppendur fljúga út til Noregs og keppa þar, Flug og Hótel er kostað af styrktaraðilum.

3 KEPPNIR Í F4 
5 HEAT Í RALLÝKROSSINU

Íslenska liðið:

Formúla 4

Heiðar Benediktsson

Heiðar Benediktsson

Íslandsmeistari í Hermikappakstri 2023

Heiðar mætti, sá og sigraði Íslandsmeistaramótið í hermikappakstri með því að sigra hverja einustu keppni og æfingu sem var haldin, Heiðar var einnig með besta tímann í Tímatökum fyrir NEC, sem kom engum á óvart.

Michael Hafliðason

Michael Hafliðason

Byrjaði 6 ára að keppa á go-kart í Svíþjóð og fór fljótlega að sigra keppnir og vinna sig upp listann og tókst að sigra Prins Carl-Philip Racing pokal 2013, kláraði fimmti í Sænska meistaramótinu 2014 og 7.sæti í Academy Trophy 2014, rnd2.
15.ára gamall fór hann að keppa á GT bílum í Clio Cup og nokkrum sigrum seinna færir hann sig upp í VolvoCup 2018 þar sem hann hampaði sínum fyrsta sigri ári seinna.
Þriðja sæti í Sænsku hermiaksturs mótaröðinni 2019.
2020 keppir hann meira í raunheima sportinu og hampar Meistaratitli í sýnum flokki og yfir alla deildina.
Stefnan var þá sett á Sænsku Touring Car mótaröðina en ekki náðist að safna styrkjum svo hann setti fullan fókus á Hermiakstur og náði 5 sæti í sænska meistaramótinu og er þar núna að sækja sér bikar á eftir bikar og keppir meðal annars á Nascar, GR86 og GT4 bílum og situr í dag í 5 sæti í Sænska meistaramótinu.
YouTube rásin hjá Michael hér

 

Vernharður Ravnaas

Vernharður Ravnaas

Klúbbmeistari Junior Go-kart 2021 & 2023

Venni er fæddur árið 2012, búsettur í Noregi með fjölskyldu sinni – mömmu, pabba og þremur yngri systkinum.
Hann hefur æft og keppt í gokart frá 8 ára aldri hérna í Noregi. Hann hefur unnið keppni 3x, náð verðlaunapalli oftar, klúbbmeistari í sínum flokki 2021 og 2023 og var valinn akstursíþróttamaður ársins í gokartklúbbnum okkar NMK Andebu árið 2022. Hingað til hefur hann verið að keyra í junior flokkum á 60 cc gokarti, en í ár fer hann upp í unglingaflokk og í stærri kart, 125 cc. Markmið hans í ár í gokartinu eru að keppa í Noregsmeistarakeppninni, sem og að taka þátt í eins mörgum keppnum og hann getur í sænskri keppnisseríu (sem heitir SKCC), en þetta er gott næsta skref til að afla meiri keppnisreynslu erlendis og halda áfram að byggja sambönd og tengslanet við keppnislið á alþjóðavettvangi, en það er allt háð sponsora stöðu hans í ár hversu mörgum keppnum hann getur tekið þátt í.
Langtímamarkmið hans eru að verða atvinnuakstursíþróttamaður og mun hann fara upp í bílaflokk um leið og aldur leyfir.
Venni byrjaði að keyra í ökuhermi af alvöru veturinn 2022-2023 og hefur verið duglegur að æfa í herminum í vetur á meðan hann bíður eftir því að gokart tímabilið byrji núna í vor.
Skemmtilegar staðreyndir: Venni getur leyst Rubiks kubbinn á 30 sekúndum og getur gert DNA trixið með yoyo – eitt vinsælasta og flottasta yoyo trixið ????

Rallýkross

Aron Breki Valgeirsson

Aron Breki Valgeirsson

1 sæti í tímatökum í rallýkrossi

Aron Breki er 12 ára og hefur stundað Hermikappakstur af alvöru í tæpt ár en hefur haft aðgang að búnaði síðan hann var 5 ára og er meðal annars að æfa hérna hjá okkur í GT Akademíunni þar sem hann byrjaði að keyra iRacing fyrir 5.mánuðum. Statt og stöðugt er Aron að verða betri en þeir sem kenna honum og verður spennandi að sjá hvað fleirra hann á eftir að taka sér fyrir hendur á næstu árum.

Hákon Jökulsson

Hákon Jökulsson

Keppti fyrir Ísland á FIA Motorsport Games 2022

Hákon Jökulsson hefur verið að keppa í hermikappakstri í mörg ár og vann sér meðal annars inn möguleika á að fara út til Marselle í Frakklandi að keppa í FIA Mótorsport Games 2022 og stóð sig þar með prýði. Hákon er mjög duglegur að keppa með liðinu sýnu í ACC leiknum en er alltaf með einhverja putta í iRacing líka.

GT AKADEMÍAN

 

Faxafen 10 | 107 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is

 

Styrkja

kr.