Tíma-At / Time-Attack
Tímatöku keppni á Nurburgring Nordschleife
Til að taka þátt og fá þinn tíma á töfluna þarf að bóka tíma hjá okkur hér á síðunni, á Facebook eða í síma 537-2400
30min -3200kr
60min -5200kr
Ekið er í hágæða hreyfihermum í GT Akademíunni og notast er við iRacing leikinn, sem er einn öflugasti og raunverulegasti kappaksturs hermir í boði.
Nurburgring brautin er stór, um 160 beygjur og 24km í heildina en hér erum við að sleppa GP partinum af brautinni, svipað og er gert nánast daglega þarna fyrir almenning.
Sá partur er um 20km og 150beygjur, þetta er líklega mest krefjandi kappakstursbraut allra tíma og það er ekkert fyrir hvern sem er að keyra þessa braut á ystu takmörkum bíla.
Ekið er á Porsche 911 RSR, sem er verksmiðju smíðaður kappaksturs bíll með ótrúlega skemmtilega aksturseiginleika sem fagbílstjórar sem áhugamenn munu njóta að keyra á þessari stórkostlegu braut.
Bestu tíma fyrir götubíla í raunheiminum má sjá hér
Byrjið rólega, til að fá löglegan tíma á töfluna máttu ekki fara neitt útaf eða rekast utan í nokkurn skapaðan hlut.
Tímatafla:
Tímatöku Keppni á SPA Francorchamps
Mercedes W12 F1 á SPA
Til að taka þátt og fá þinn tíma á töfluna þarf að bóka tíma hjá okkur hér á síðunni, á Facebook eða í síma 537-2400
30min -3200kr
60min -5200kr
Ekið er í hágæða hreyfihermum í GT Akademíunni og notast er við iRacing leikinn, sem er einn öflugasti og raunverulegasti kappaksturs hermir í boði.
Mercedes W12 bílinn í iRacing er að sögn gríðarlega nákvæm eftirlíking af raunheima bílnum, Mercedes liðið gaf iRacing allar upplýsingar sem þeir gátu og meirasegja hjálpuðu til við að gera dekkja módelið hjá iRacing betra. Komið og prófið þennan stórkostlega bíl hjá okkur í öruggu umhverfi á SPA brautinni í Belgíu, þó þessi braut sé ekki beint þekkt fyrir öryggið.
“The intent was to create as accurate a representation of W12 as possible from a performance and driving perspective. Throughout the process we have held a unique and close relationship with the developers, which has generated a model we hope everyone enjoys driving as much as our drivers have.”
-James Vowles, Motorsport Strategy Director, Mercedes-AMG Petronas Formula One Team.
source
Tímatafla:
Tímatöku keppni á Monaco brautinni
Hér til hægri má sjá tíma sem keppendur hafa sett
Til að taka þátt og fá þinn tíma á töfluna þarf að bóka tíma hjá okkur hér á síðunni, á Facebook eða í síma 537-2400
30min -3200kr
60min -5200kr
Ekið er í hágæða hreyfihermum í GT Akademíunni og notast er við Project Cars 2 leikinn sem er með mjög flotta eftirlíkingu af Monaco brautinni, þó hún heiti Azure Coast þar…
Monaco brautin er ein þekktasta braut allra tíma og í gamla daga var mikið um stórkostlegan kappakstur þarna en því meira sem bílarnir hafa stækkað og tæknivæðst hefur framúraksturs tækifærum á Monaco brautinni fækkað, svo til að minnast þessarar yndislegu brautar ætlum við að vera með tímatöku keppni á henni til lok 2023.
Ekið er á BMW M1 GT1 sem er bíll sem Formúlu 1 ökumenn kepptu á. Já, margir af frægustu ökumönnum heims hafa ekið þessum bílum því þeir voru notaðir í Pro Car keppnum sem eknar voru sömu helgi og F1 keppnir, á sömu braut.
Þið hafið val um að nota Gírstöng eða Flappa á stýri til, einnig er sjálfskipting í boði fyrir ykkur með minni reynslu.
Meira hér um þessa bíla – Bmw-m.com – BMW Pro Car Wiki
Tímatafla:
Hér er hægt að bóka tíma í Tíma-At/Time-Attack
- Veljið 30 eða 60mín
- Veljið dagsetningu sem hentar
- Veljið tímasetningu sem hentar
- Veljið “Bóka/ Halda áfram”
Eftir það er valið fjölda herma fjölda sem þú vilt bóka og aðrar upplýsingar settar inn.