Bein útsending !

C

Styrktarkeppni GT Akademíunar - Project Cars 2

Fimmtudaginn 6.Október

 

Verð: 5000kr
Keppt verður í Project Cars 2 á Formula Renault 3.5.
Braut verður Nurburgring GP
Keppnisgjald rennur í ferðakostnað Hákons sem ferðast til Marseille í Frakklandi og keppir fyrir hönd Íslands á FiA Motorsport Games 26 – 30 október.
Frekari upplýsingar um FIA Motorsport Games hér:
FiA Motorsport Games
www.gta.is/fia-games

 

Keppnin fer fram í GT Akademíunni í Faxafeni 10, 2 hæð.
Mæting keppenda er 18:30, búist er við að klára keppnina um 22:30.

Einnig er hægt er að keyra að heiman fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta en eiga leikinn heima, verðið er það sama.
keppendur sem eru heima skulu vera mættir á Discord rásina okkar 18:30 svo við getum skipað ykkur í hópa.

16 Sæti laus í Akademíunni – Fyrstur kemur fyrstur fær.
Sé skráður keppandi ekki mættur kl 18:55 verður næsta skráða keppanda í röðinni boðið sætið sé hann á staðnum.

Við röðum ykkur af handahófi í tvo hópa.

Hver hópur fer í 30min tímatöku og 20min keppni.

4 neðstu í hvorri keppni fara áfram í aukakeppni.
Auka keppnin er með random rásröð, 20min keppni.

4 efstu í hvorri keppni fara áfram í Úrslitakeppni.
Úrslitakeppnin er 10min tímataka, 30min keppni.

STIG: gta.is/stig

Lágmarks þáttökugjald í þessa keppni er 5000kr.

Sláðu inn upphæð og smelltu á

Styrkja takkann sem fer með þig á greiðslusíðu okkar.

Styrktar síða verður virk alveg fram að heimför.
gta.is/fia-games

Takk fyrir !

Styrkja

kr.
Hákon Darri Jökulsson

Hákon Darri Jökulsson

eSport-Ökumaður

 

Ég heiti Hákon Darri Jökulsson, 20 ára Hafnfirðingur og hef keppt í hermikappakstri í rúmlega 6

ár og þar af tekið þátt í Íslandsmótinu á hverju ári síðan 2019 með góðum árangri.

Kappakstur er mitt helsta áhugamál í lífinu og því er það mikill heiður fyrir mig að fá að keppa fyrir hönd Íslands á stórmóti á móti mörgum af bestu ökumönnum heims.

Stuðningur GT Akademíunnar hefur verið mikilvægur hluti í ferlinum mínum og mun ég vera ævinlega þakklátur AKÍS og GT Akademíunni fyrir þetta tækifæri.

Árið 2019 var mér fyrst boðið að taka þátt í Íslandsmótinu þar sem mér tókst að verða yngsti ökumaður til að ná verðlaunapalli í Íslandsmeistaramóti í hermikappakstri. Síðan þá hef ég verið virkur í samfélaginu og tekið þátt í öllum mótum sem ég get. Árið 2020 og 2021 tók ég þátt í mínum fyrstu alþjóðlegu keppnum í liðum frá GT akademíunni, en þar fékk ég fyrst að spreyta mig á móti stærstu nöfnum á norðurlandanna.

Árið 2022 hefur líklega verið stærsta árið í ferlinum, þegar ég náði 2. Sæti í Íslandsmeistaramótinu og top 10 í Norræna F3 meistaramótinu. Þar að auki verðlaunapallar í tveim 4 Klst. þolaksturskeppnum á Nurburgring Nordschleife, og 8. Sæti með liðinu í 24 Klst Nurburgring Nordschleife fyrri part sumars.

GT Akademían er virk á samfélagsmiðlum eins og Facebook og er hún þar með 1.6 þúsund fylgjendur og mun vera deilt allri ferðinni þar inn fyrir áhugasama til að fylgjast með. Með aukinni athygli á kappakstri og hermikappakstri hjá íslendingum eftir faraldurinn og stórann fyrgjendahóp GT Akademíunnar verður mikil athygli á þessum viðburði og ætlum við okkur að nýta það til fulls.

Kær Kveðja

Hákon Darri Jökulsson

—-

Við í GT Akademíunni höfum fulla trú á honum Hákon og stefnum á að fara með honum til Frakklands sem stuðningur og til að geta deilt með ykkur þessari upplifun Hákons, við munum setja inn myndir og video af þessum stórkostlega viðburði og leyfa ykkur að fylgjast með frá byrjun til enda.

Ef þið sjáið ykkur fært að styrkja þessa vegferð okkar þá tökum við með hlýju á móti styrkjum hér að ofan.

GT AKADEMÍAN

 

Faxafen 10 | 107 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is

 

Styrkja

kr.