Keppnisgreinareglur fyrir hermikappakstur

2020


Orðskýringar skáletraðra orða er að finna í Reglubók FIA sem aðgengileg er á vef AKÍS www.akis.is

GREIN 1 ALMENNT
GREIN 1.1 GILDISSVIÐ

1.1.1 Reglur þessar gilda fyrir allar keppnir í hermikappakstri.
1.1.1.a Keppnishaldara er heimilt að víkja frá keppnisfyrirkomulagi og flokkareglum í keppnum öðrum en
Íslandsmeistarakeppnum.

1.1.2 Keppnir eru haldnar samkvæmt Reglubók FIA (e. International Sporting Code (ISC)), keppnis reglum FIA ,
þessum keppnis greinareglum og sérreglum hverrar keppni .
1.1.3 Gæti misræmis á þessum keppnis greinareglum og keppnis reglum- eða Reglubók FIA þá gilda reglur FIA .


GREIN 2 SKRÁNING

GREIN 2.1 KEPPENDUR OG ÖKUMENN
2.1.1 Keppendum er heimilt að skrá sig einu sinni í hverja keppni .

GREIN 3 KEPPNISFYRIRKOMULAG
GREIN 3.1 ALMENNT

3.1.1 Ræsing á ferð er framkvæmd án fylgdarbíls frá ráspól og er ökutækjum ætlað að aka á eigin vegum að
ráslínu í réttri röð.
3.1.2 Um hegðun ökumanna í brautar akstri gildir kafli IV viðauka L í Reglubók FIA um aksturshegðun á
brautum.
3.1.2.a Ökumaður sem ver stöðu sína á beinum kafla eða fyrir bremsusvæði má nota alla brautarbreiddina við
fyrstu stefnubreytingu að því gefnu að marktækur hluti þess ökutækis sem reynir að komast framúr honum sé
ekki við hlið hans. Á meðan ökumaður verst með þessum hætti má hann ekki yfirgefa brautina án
réttlætanlegrar ástæðu.
3.1.2.b Til að taka af allan vafa, nemi framendi ökutækis sem reynir að komast framúr við afturdekk fremra
ökutækisins telst það vera marktækur hluti.
3.1.2.c Ökumaður sem ver stöðu sína í beygju má halda aksturslínunni sé hann meira en hálfa bíllengd í miðri
beygju fyrir framan þann sem reynir framúrakstur.

GREIN 3.2 KEPPNISUMHVERFI

3.2.1 Keppt er í Project CARS 2 tölvuleiknum.
3.2.2 Keppendum er heimilt að notast við sýndarveruleikagleraugu en gerir það á eigin ábyrgð.
3.2.2.a Ekki er veittur auka tímafrestur fyrir keppanda til að setja upp eða taka niður búnað sem hann vill nota.
3.2.3 Keppanda er heimilt að hafa slökkt á hreyfihermi ef hann kýs það.
GREIN 3.3 TÆKNILEGT UMHVERFI
3.3.1 Keppnishaldari tryggir að allir hermar séu eins líkir og mögulegt er og ákveður endanlega uppsetningu alls
vél- og hugbúnaðar í tímatökum og á keppnisdag.
3.3.2 Keppnisstjóri úthlutar keppendum sæti í hermum.
3.3.3 Tvær staðlaðar uppsetningar á bíl eru í boði, “Stable” og “Loose”.
3.3.4 Komi upp sú staða í keppni að ökumaður missir netsamband eða bilun verður í búnaði, skal endurtaka
keppni. Keppendur ræsa þá að nýju án tímatöku og raða sér í þau sæti sem þeir voru í þegar tenging rofnaði,
og hefja kappakstur að nýju með ræsingu á ferð. Þá eru keyrðir eins margir hringir og voru eftir af
kappakstrinum þegar tenging rofnaði. Þó aldrei færri en 3 hringir.
Keppnisgreinareglur fyrir hermikappakstur 2 Gildir frá 13.11.2019 – AKÍS
3.3.5 Ströngustu reglur og viðurlög leiksins gilda í keppni og er refsingum beitt innan leiksins ef keppandi gerist
brotlegur. Skemmdir á bíl eru hafðar á raunverulegustu stillingu.

GREIN 4 FORKEPPNIR
4.1 TÍMATÖKUÆFING

4.1.1 Keppandi verður að fá skráðan tíma í tímatökuæfingu til að öðlast þátttökurétt í kappaksturslotum.
4.1.2 Tímatökur mega hefjast allt að fjórtán dögum fyrir keppnisdag hverrar keppni.
4.1.3 Starfsmaður keppnishaldara stillir búnaðinn með forsendum tímatökuæfingar.
4.1.4 Fjöldi tímatökuhringja hvers ökumanns er ekki takmarkaður.
4.1.5 Tímataka er aðeins gild ef starfsmaður keppnishaldara staðfestir tímann og að búnaðurinn hafi verið rétt
stilltur.
4.1.6 Tímatökuæfingu lýkur tveimur dögum fyrir mótsdag kl. 22:00.
4.1.7 16 hröðustu keppendur úr tímatökuæfingu öðlast þátttökurétt í kappaksturslotum.
4.1.7.a Listi yfir þá er birtur á upplýsingatöflu keppninnar þegar dómnefnd hefur staðfest hann.

4.2 KEPPNI
4.2.1 Röðun í riðla
4.2.2 Keppendum er skipt í riðla eftir úrslitum úr tímatökum.
4.2.2.a Riðill 1 : sæti 9-16.
4.2.2.b Riðill 2 : sæti 5-8 og 4 efstu úr úrslitum riðils 1.
4.2.2.c Úrslitariðill 3 : sæti 1-4 og 4 efstu úr úrslitum riðils 2.

4.3 Fyrirkomulag riðils 1
4.3.1 Uppsetning hermis 10 mínútur.
4.3.2 Tímataka 15 mínútur.
4.3.3 Kappakstur 20 mínútur.

4.4 Fyrirkomulag riðils 2
4.4.1 Uppsetning hermis 10 mínútur.
4.4.2 Tímataka 15 mínútur.
4.4.3 Kappakstur 20 mínútur.

4.5 Fyrirkomulag úrslitariðils
4.5.1 Uppsetning hermis 10 mínútur.
4.5.2 Tímataka 30 mínútur.
4.5.3 Kappakstur 30 mínútur.
4.6 Stig til Íslandsmeistara eru gefin fyrir lokaúrslit keppninnar.

GREIN 5 ÚRSLITAKEPPNI

5.1 ALMENNT
Eftir síðustu forkeppni mótsins fer fram úrslitakeppni.
5.1.1 8 stigahæstu ökumenn forkeppnanna keppa í úrslitakeppninni.
5.1.1.a Séu fleiri en einn ökumaður jafnir á stigum í 8. sæti þurfa þeir að tryggja sér sætið með bráðabana.
5.1.2 Keppnin er keyrð á einni braut.
Keppnisgreinareglur fyrir hermikappakstur 3 Gildir frá 13.11.2019 – AKÍS
5.1.3 Keppnin er tveir kappakstrar.
5.1.3.a Í fyrri kappakstrinum fer rásröð keppenda eftir úrslitum tímatöku.
5.1.3.b Í seinni kappakstrinum raðast keppendur í öfugri rásröð miðað við úrslit fyrri kappaksturs.
5.1.3.c Seinni kappakstur er ræstur á ferð.
5.1.3.d Skylda er að taka þjónustuhlé í seinni kappakstrinum.
5.1.4 Keppendur fá stig fyrir sæti í lokaúrslitum hvors kappaksturs samkvæmt töflu um stig til Íslandsmeistara.

5.2 BRÁÐABANI
5.2.1 Bráðabani fer fram á þeirri braut sem keppt var á í fyrstu forkeppni mótsins.
5.2.2 Aka skal tímatöku í 30 mínútur, öll ökutæki saman í brautinni.
5.2.3 Hraðasti tími tryggir sætið.

5.3 FYRIRKOMULAG
5.3.1 Uppsetning hermis 10 mínútur
5.3.2 Tímataka 30 mínútur
5.3.3 Hlé 10 mínútur
5.3.4 Fyrri kappakstur 30 mínútur
5.3.5 Hlé 15 mínútur
5.3.6 Seinni kappakstur 35 mínútur
5.3.7 Stig fyrir hvorn kappakstur eru með sama hætti og í mótinu.

GREIN 6 – STIG TIL ÍSLANDSMEISTARA

6.1 Sá keppandi sem hlotið hefur flest stig samanlagt úr öllum keppnum til Íslandsmeistara telst
Íslandsmeistari.
6.2 Stig til Íslandsmeistara eru gefin fyrir sæti í lokaúrslitum samkvæmt eftirfarandi töflu:
1. sæti : 25 stig
2. sæti : 18 stig
3. sæti : 15 stig
4. sæti : 12 stig
5. sæti : 10 stig
6. sæti : 8 stig
7. sæti : 6 stig
8. sæti : 4 stig
9. sæti : 2 stig
10. sæti : 1 stig
6.3 Ef tveir eða fleiri eru með jafnmörg stig í efsta sæti í lok keppnistímabilsins skal sá teljast Íslandsmeistari
sem var ofar í þeirra síðustu innbyrðis keppni.

GREIN 7 KEPPNISFLOKKAR
GREIN 7.1 GTE

7.1.1 Allir ökumenn aka á Chevrolet Corvette C7.R.

 

 

GT AKADEMÍAN

 

Faxafen 10 | 107 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is

 

Styrkja

kr.