Íslandsmeistaramót í Hermikappakstri 2019

Í mótaröðinni verður keppt á GT3 bílum og verður alls keppt á 7 brautum út árið. Keppt er um stig í mótaröðinni og í síðasta móti ársins keppa svo átta stigahæstu ökumenn til úrslita um titil íslandsmeistara í hermikappakstri. Hér eru reglur mótsins.

 

Reglur fyrir Íslandsmeistaramót  í kappaksturshermum

 

  • Almennt

1.1 Reglur þessar gilda fyrir keppnir í kappaksturshermum í hringakstri

1.2 Keppnistjórn er skipuð af fullgildu aðildarfélagi Akstursíþróttasambands Íslands.

1.3 Reglur þessar gilda frá því tilkynnt dagskrá hefst þar til kærufrestur er útrunninn.

1.4 Keppnisráð hringaksturs sem og stjórn AKÍS skal hafa frjálsan aðgang að öllum íþróttamótum sem fara fram í kappaksturshermum innan vébanda sambandsins.

 

  • Skráning

2.1 Skráningu skal vera lokið í það minnsta 2 dögum fyrir keppni og skal birta lista yfir skráða keppendur á vefsíðu keppnishaldara minnst 1 degi fyrir keppni.

2.1.1 Skráning fer fram hjá GT akademíunni.

2.2 Keppandi telst ekki skráður til keppni nema hafa skráð sig og greitt keppnisgjald.

2.3 Reglur um skráningu fyrir keppendur:

 

  • Skipulag / dagskrá

Keppendur mæta á keppnisstað.

Keppendafundur.

Keppnisstjóri kynnir helstu starfsmenn og fer yfir dagskrá dagsins.

Æfingar hefjast.

Tímataka keyrð.

Keppnin keyrð.

Kærufrestur hefst.

Verðlaunaafhending.

 

  • Fyrirkomulag

4.1 Mótaröðin er 6 umferðir af forkeppni auk úrslitakeppni. Keppt er í GT3 flokki í öllum umferðum mótaraðarinnar.

4.2 Ökumenn þurfa að öðlast þátttökurétt fyrir hverja umferð með tímatöku. 24 bestu tímatökutímar hverrar umferðar gilda sem þátttökuréttur í þeirri umferð.

 

  • Stjórnendur

5.1 Keppnisstjóri

5.2 Þriggja manna dómnefnd

5.2.1 Dómnefnd skal vera á staðnum þegar kappakstur fer fram.

5.3 Tæknilegur umsjónarmaður.

5.3.1 Skal tæknilegur umsjónarmaður hafa góða þekkingu á öllum búnaði sem snýr að notkun hermanna.

 

  • Tæknileg atriði

6.1 Keppnishaldari tryggir að allir hermar séu eins líkir og mögulegt er og ákveður endanlega uppsetningu alls vél- og hugbúnaðar í tímatökum og á keppnisdag.

6.2 Dregið er um sæti í hermum á keppnisdag.

6.3 Breytingar á bíl eru leyfðar. Leyfilegt er að breyta dekkjategund og magni eldsneytis í eldsneytistanki.

6.4 Komi upp sú staða í keppni að ökumaður missir netsamband eða bilun verður í búnaði, skal endurtaka keppni. Keppendur ræsa þá að nýju án tímatöku og raða sér í þau sæti sem þeir voru í þegar tenging rofnaði, og hefja kappakstur að nýju með rolling start. Þá eru keyrðir eins margir hringir og voru eftir af kappakstrinum þegar tenging rofnaði. Þó aldrei færri en 3 hringir.

6.5 Ströngustu reglur og viðurlög leiksins gilda í keppni og er refsingum beitt innan leiksins ef keppandi gerist brotlegur. Skemmdir á bíl eru hafðar á raunverulegustu stillingu.

6.6 Keppanda er heimilt að slökkva á hreyfimótorum sætis.

6.7 Mæti keppandi seint til keppni (eftir að tímataka hefst) missir hann sæti sitt og næsti maður á lista kemur inn í hans stað.

 

  • Keppnishald – Forkeppnir

7.1 Tímataka (þátttökuréttur)

7.1.1 Tveimur vikum fyrir keppnisdag hverrar umferðar hefjast 60 mínútna langar tímatökur. Ökumaður greiðir GT Akademíunni keppnisgjaldið  og starfsmaður GT Akademíunnar stillir búnaðinn með forsendum tímatöku. 60 mín tímataka er innifalin í keppnisgjaldi. Fjöldi tímataka er ekki takmarkaður og ökumönnum er frjálst að taka fleiri en eina.  Tímataka er aðeins gild ef starfsmaður GT Akademíunnar staðfestir tímann og að búnaðurinn hafi verið rétt stilltur.

7.1.2 Tímatöku lýkur tveimur dögum fyrir mótsdag kl. 22:00. Að henni lokinni fá þeir keppendur sem öðluðust keppnisrétt tilkynningu þess efnis, og gefst þá kostur að nýta daginn fyrir keppni í frjálsar æfingar. Athugið að bóka þarf tíma fyrir æfingu hjá GT Akademíunni og greiða fyrir hana.

7.1.3 Tímataka telst ekki gild nema keppnisgjald hafi verið greitt hjá GT Akademíunni.

7.1.3.1 Keppendur sem ekki ná efstu 24 sæti hverrar forkeppnir fá 60 mín gjafabréf hjá GT akademíunni

7.2 Keppni

7.2.1 Keppendum er skipt upp í 3 riðla fyrir hverja keppni miðað við tíma þeirra í tímatökum. Skiptingin raðast svona.

7.2.1.1 A riðill – 1., 4., 7., 10., 13., 16., 19., 22. sæti

7.2.1.2 B riðill – 2., 5., 8., 11., 14., 17., 20., 23. sæti

7.2.1.3 C riðill – 3., 6., 9., 12., 15., 18., 21., 24. sæti

7.2.2 Hver riðill keyrir tímatöku og kappakstur í einu lagi.

7.3 Dagskrá forkeppni

7.3.1 Tímataka 20 mínútur

7.3.2 Hlé 5 mínútur

7.3.3 Kappakstur 25 mínútur

7.3.4 Strax að loknum kappakstri í riðli gera ökumenn næsta riðils sig klára og undirbúa stillingar sætis og bíls. Tími í undirbúning er 10 mínútur.

7.4 Fyrir hverja mótaröð er keppnisflokkur mótaraðarinnar kynntur. Kynntar eru brautir mótaraðarinnar sem og árstíð og veðurspá hverrar keppni. Veðurfar getur breyst í miðri keppni og er það tilkynnt fyrirfram ef veðurspáin er þannig.

7.5 Stigagjöf í forkeppni

7.5.1 Gefin eru stig fyrir hverja umferð fyrir sig. Í hverjum riðli er stigasöfnun eftirfarandi:

7.5.1.1 1. sæti 25 stig / 2. sæti 18 stig / 3. sæti 15 stig / 4. sæti 12 stig / 5. sæti 10 stig / 6. sæti 8 stig / 7. sæti 6 stig / 8. sæti 4 stig

 

  • Keppnishald í úrslitakeppni

8.1 Úrslitakeppni

8.1.1 Eftir síðustu keppni mótaraðarinnar er úrslitakeppni til Íslandsmeistara. 8 stigahæstu ökumenn keppa í úrslitakeppni. Séu fleiri en einn ökumaður jafnir á stigum í 8. sæti þurfa þeir að tryggja sér sætið með bráðabana.

8.1.2 Keppnin er keyrð á einni braut. Keppnin er tveir riðlar. Í fyrri riðlinum fer rásröð keppenda eftir úrslitum tímatöku. Í seinni riðlinum raðast keppendur í öfugri rásröð með fljúgandi starti (“reverse grid” með rolling start). Einnig er skylda að taka þjónustuhlé í kappakstri 2.

8.2 Bráðabani

8.2.1. Ekin er tímataka á einni braut í 30 mínútur. Lægsti tími tryggir sætið. Hver ökumaður fær aðeins eina tilraun í 30 mínútur.

8.3 Dagskrá úrslitakeppni

8.3.1 Æfing – 20 mínútur

8.3.2 Hlé – 10 mínútur

8.3.3 Tímataka – 20 mínútur

8.3.4 Hlé – 10 mínútur

8.3.5 Kappakstur eitt – 30 mínútur

8.3.6 Hlé – 15 mínútur

8.3.7 Kappakstur tvö – 30 mínútur

8.4 Stig fyrir hverja umferð eru með sama hætti og í mótaröðinni. Séu keppendur jafnir að stigum í úrslitakeppninni gilda stig úr mótaröðinni. Séu þeir einnig jafnir að stigum í mótaröðinni gilda tímar úr tímatöku í úrslitakeppninni. Séu þeir jafnir á tíma í tímatöku ræðst sætið á hlutkesti.

 

Keppnisdagatal 2019

1 keppni – 23. febrúar

Imola – Grand Prix – Vor – Heiðskírt

2 keppni – 23. mars
Laguna Seca – Vor – Heiðskírt

3 keppni – 25. apríl

Spa Francorchamps – Sumar – Skýjað/rigning/hálfskýjað

4 keppni – 19. maí

Fuji – Sumar – Hálfskýjað

5 keppni – 8. september

Nurburgring GP – Haust – Rigning/hálfskýjað

6 keppni – 6. október

Monza – Grand Prix – Haust – Heiðskírt

Úrslitakeppni – 19. október

Catalunya – Grand Prix – Haust – Heiðskírt

 

GT AKADEMÍAN

 

Ármúli 23 | 105 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is