Upphitunarmótaröð í Formúla 3
iRacing

 

C

Upphitun fyrir Formúla 3 Íslandsmót

Frítt – engin þáttökugjöld

Til að skrá sig þarf :

 1. Áskrift að iRacing og eiga F3 Bíl, brautir fylgja áskrift
 2. Skrá sig í GT Akademíu deildina/league #4302 í iRacingUI
 3. Fylla út þetta skjal hér

  Hægt er að keyra að heiman eða hjá okkur.
  Til að keyra í GT Akademíuni þarf að bóka sæti í síma: 537-2400
  eða senda okkur skilaboð á Facebook -GT Akademían
  Frítt að heiman – 6000kr hjá okkur (2.5klst)

Keppnis dagskrá, umferð 1-4:

14:00 60min opin æfing
15:00 20min opin tímataka
15:20 30min keppni1 -standandi start
15:50 30min keppni2 með öfugri rásröð. -standandi start

 

Formúla1 stiga tafla (sjá Reglur)
Fixed Setup – 1 læst setup fyrir hverja braut (sjá Dagatal)
Unlimited fast repair – 0sec viðgerð ef þú kemst í pit.
Damage ON !

 

Byrjum alltaf kl 14:00 nema annað sé sérstaklega auglýst og skilaboð send á email skráðra keppenda.

Útsendingar hefjast 14:45

Vertu með í umræðunni

Á Discord rásinni er virk umræða um keppnir og keppnishald og ýmislegt annað sem við kemur öllum hermiakstri.

Dagatal

Staðan núna

Skráðir keppendur

Keppnisgreinareglur fyrir Formúla 3 Upphitunar mótaröð

GREIN 1 ALMENNT

GREIN 1.1 GILDISSVIÐ

1.1.1. Keppnir eru haldnar samkvæmt Reglubók FIA (e. International Sporting Code (ISC)), keppnis reglum FIA ,þessum keppnis greinareglum og sérreglum hverrar keppni .

1.1.2. Gæti misræmis á þessum keppnis greinareglum og keppnis reglum- eða Reglubók FIA þá gilda reglur FIA.

1.1.3 Notast er við iRacing forritið í keppnum. iRacing forritið mun að mestu leyti sjá um “race control” og úthluta refsingum fyrir útafakstur, þjófstart, árektra o.s.frv. Sjá GREIN 3.3

 

GREIN 2 SKRÁNING

GREIN 2.1 KEPPENDUR

 

2.1. Keppendur skrá sig gegnum auglýsta skráningarsíðu sem má finna á www.gta.is/f3motarod
2.2. Keppendur verða vera í GT Akademíu deildinni/league í iRacing forritinu.

 

GREIN 3 KEPPNISFYRIRKOMULAG

GREIN 3.1 ALMENNT

3.1.1. Ræst er með standandi ræsingu með stillingum iRacing.

3.1.1.b ef keppni hefst óvart með rúllandi ræsingu þá verður því ekki breytt og keppni heldur áfram.

3.1.1.a. Ræsing á ferð er framkvæmd með fylgdarbíl og er ökutækjum ætlað að aka á eigin vegum að ráslínu í réttri röð samkvæmt leiðbeiningum iRacing.

3.1.1.b. Ef þörf er á að endurraða sætum eftir ræsingu gerir keppnisstjóri það í gegnum hljóðrásir leiksins ef ekki telst þörf á að endurræsa keppni.

3.1.1.c. Skylda er að virkja hljóðrásir innan iRacing svo keppnisstjóri geti gefið fyrirmæli.

3.1.2. Um hegðun ökumanna í brautar akstri gildir kafli IV viðauka L í Reglubók FIA um aksturshegðun á brautum.

3.1.2.a. Ökumaður sem ver stöðu/línu sína á beinum kafla eða fyrir bremsusvæði má nota alla brautarbreiddina við fyrstu stefnubreytingu að því gefnu að marktækur hluti þess ökutækis sem reynir að komast framúr sé ekki við hlið hans. Á meðan ökumaður verst með þessum hætti má hann ekki yfirgefa brautina án réttlætanlegrar ástæðu.

3.1.2.b. Til að taka af allan vafa, nemi framendi ökutækis sem reynir að komast framúr við afturdekk fremra ökutækisins telst það vera marktækur hluti.

3.1.2.c. Ökumaður sem ver stöðu sína í beygju má halda aksturslínunni sé hann meira en hálfa bíllengd í miðri beygju fyrir framan þann sem reynir framúrakstur.

 

GREIN 3.2 KEPPNIS UMHVERFI

3.2.1 Keppt er í iRacing forritinu og verða keppendur að vera í áskrift þar og eiga viðeigandi brautir og bíl sem ekin eru í mótaröðinni. (allar brautir í þessari mótaröð fylgja áskrift)

3.2.2  Keppendur hafa kost á að keppa að heiman í eigin búnaði og einnig að leigja búnað hjá GT Akademíunni. 

3.2.2.a Keppendur verða nota stýri sem stjórntæki eða álíka búnað, ekki er heimilt að nota stýripinna. 

3.2.3 Keppendur verða nota iRacing aðgang með eigin nafni.(ekki dulnefni eða gælunöfn)

3.2.4 Keppendur verða vera skráðir í GT Akademíu Deildina/League(Deild #4302)


3.2.4 Í æfingu eða tímatöku; ætli keppendur sér að nota EXIT VEHICLE möguleikan, verða þeir að gera það utan brautar eða utan augljósrar aksturslínu. 

3.2.5 Í lok kappaksturs ber keppendum að forðast árekstra og skulu leitast við að keyra hringinn til enda inn í pit. Fagnaðar spól er leyfilegt en velja skal stað sem er ekki á miðri kappakstursbraut eða gæti valdið árekstri. (ekki keyra bara útaf eða á aðra keppendur þó keppni sé lokið, það lítur ekki vel út fyrir útsendinguna, klárið hringinn og endið inní pit.)GREIN 3.3 Refsingar og dómar
3.3.1    Atvikastig/Incident points: -Gefin af iRacing forritinu.
Létt snerting við annan bílstjóra 0x – Light contact with another driver 0x
Dekk útaf braut 1x – Wheels off the racing surface 1x

 Missa stjórn 2x – Loss of control 2x
Snerting við hluti í braut 2x – Contact with other object 2x

 Mikil snerting við annan bílstjóra 4x – Heavy contact with another driver 4x

3.3.1.a  30 atvikastig = Stop í pit. 40 atvikastig = Dæmdur úr leik

3.3.1.b   Hætta er á að vera dæmdur úr keppni ef keppendur keyra of hratt inn í pit.
3.3.1.c  Keppendur verða sjálfir að virkja á pit Limiter/ hraða takmarkara.

3.3.2    Dómari og keppnisstjóri geta gefið refsingar eftir atvikum sem upp koma í keppni. 

3.3.3 Komi upp sú staða í keppni að allir ökumenn missi samband við server hjá iRacing er keppnistjóra heimilt að ljúka keppni ef ⅔ hlutar keppni hafa þegar verið keyrðir. Að öðrum kosti skal endurræsa keppnina með 15 mín keppnistíma eftir á klukkunni. 

3.3.4 Ströngustu reglur og viðurlög leiksins gilda í keppni og er refsingum beitt innan leiksins ef keppandi gerist brotlegur. Skemmdir á bílum eru hafðar á raunverulegustu stillingu.

3.3.5. Verði meiriháttar árekstur við upphaf keppni hefur keppnisstjóri möguleika á að kalla út öryggisbil til að tefja keppni þar til keppendur úr slysi hafa látið laga skemmdir bílsins og eru komir aftast í röðina.

3.3.5 sé öryggisbíll sendur út fá þeir keppendur sem lentu í slysi að fara aftast í röðina á eftir öryggisbíl

 

GREIN 4 – Tímatökur og keppni

4.1 Æfing

Skráðir keppendur skulu skrá sig til keppni á keppnisdegi í gegnum iRacing forritið áður en æfingu líkur svo þeir hafi aðgang að tímatökum. Ekki þarf að opna leikinn sjálfann, en það þarf að ýta á “register” takkann. Æfing/skráning er í 60 mínútur á undan Tímatökum.

4.1.1 Hámarksfjöldi ökumanna í keppni er 30.

4.1.4. 30 Keppendur með bestu tíma í tímatöku öðlast rétt til þátttöku í hverri keppni fyrir sig
4.1.4.a Keppnistjórn er heimilt að víkja keppenda úr keppni takist þeim ekki að klára 5 hreina hringi í röð að lágmarki.

 

4.2 TÍMATAKA FYRIR RÁSPÓL

4.2.1 Tímatökur eru opnar í 20 mínútur, allir saman í braut. Sýnið virðingu. 

4.2.2 Keppandi sem er á úthring verður að víkja fyrir umferð. Óheimilt er að tefja fyrir bíl á hröðum hring og ber keppanda að víkja úr aksturslínu til að hleypa bíl á hröðum hring framúr.

 

4.3 KEPPNIR

4.3.1 Eknar eru tvær umferðir og gefin sömu stig fyrir báðar. Fyrri umferð er keyrð með rástöð úr tímatökum og sú seinni með öfugri rásröð miðað við úrslit fyrri kappaksturs.
4.3.2 Gefin eru stig fyrir báðar umferðir samkvæmt stigatöflu (sjá neðst)

 

4.4 kappakstur – Fyrri Umferð

4.4.1  30 Mínútur með standandi ræsingu.4.4.2  Skylda að keyra í pitt og stoppa á sínu pit svæði, svo má aka beint af stað aftur. Svokallað Stop’n’go.
4.4.3  Akstur í pitt er einungis gildur þegar mótsstjórn hefur leyft akstur í pitt. (Almennt er opnað fyrir pittinn eftir að fremsti bíll hefur ekið 5 hringi, eða ca 10 mín. Eftir start.)
4.4.4  Stoppið verður að taka með að lágmarki 3mínútur eftir af keppnis klukku.
4.4.4.a Stoppið er hafið ef keppandi er kominn inn fyrir pit línu og með 3min eftir á klukku.

 

4.5 kappakstur – Seinni Umferð

4.5.1 Öfug rásröð miðað við niðurstöður úr fyrri umferð
4.5.2 Keyrt er í 30 mínútur með standandi ræsingu.
4.5.3 Engin skylda að aka í gegnum pitt.

 

GREIN 6 – STIG 

6.1 Samanlagður besti árangur 3 keppna (3 af 4) gildir fyrir hvern keppanda. Sá ökumaður með flest stig eftir tímabilið telst meistari. (hægt er að missa úr 3 keppnir)

 

6.2 Stig eru gefin fyrir sæti í lokaúrslitum samkvæmt eftirfarandi töflu:

 1. sæti : 25 stig
 2. sæti : 18 stig
 3. sæti : 15 stig
 4. sæti : 12 stig
 5. sæti : 10 stig
 6. sæti : 8 stig
 7. sæti : 6 stig
 8. sæti : 4 stig
 9. sæti : 2 stig
 10. sæti : 1 stig
  6.3 Eitt auka stig fæst fyrir hraðasta hring hverrar keppni.

6.4 Ef tveir eða fleiri eru með jafnmörg stig í efsta sæti í lok keppnistímabilsins skal sá teljast meistari sem oftar hefur sigrað keppnir á tímabilinu. Ef staða er enn jöfn skal telja fjölda “2.sætis” og svo koll af kolli. 

 

GREIN 7 KEPPNISFLOKKUR

GREIN 7.1 Formúla 3

7.1.1 Allir ökumenn aka á Dallara F3 með stillingum úthlutuðum af keppnishaldara. (fixed setup)
7.1.2 Keppnishaldara er frjálst að úthluta stillingum þegar þeim hentar en þó ekki seinna en 4 klukkustundum fyrir keppni.

GT AKADEMÍAN

 

Faxafen 10 | 107 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is