Skítugt Rallý – Little Dirty upphitun, Svíþjóð

Fyrri keppnin í upphitun fyrir Komandi HermiRallý tímabil!
Allar upplýsingar á Facebook hópnum Skítugt Rallý

ATH hægt er að keyra á PC, PS4, PS5 og XBOX.

 

– Frá mótshaldara
Nú er komið að því! Eftir smá dvala er kominn tími til að hefja skítugu rallí veisluna á ný! Þetta mun byrja með stuttri jólakeppni sem hefst núna næstkomandi sunnudag! Svo um að gera að rífa upp stýrið, dusta af því rykið og prófa að spóla smá um í snjónum. Ef þú ert ekki enn kominn í jólastuð þá ætti þetta að redda því! ?
Þessi keppni mun verða einskonar upphitun fyrir vortímabil Little Dirty keppninnar, sem með breyttu fyrirkomulagi mun verða með svipuðu sniði og Very Dirty keppnin frá því í fyrra.

INFO:
  • Keyrt verður í **Svíþjóð **?? (19. – 26. des) á Group A bílum og Monaco ?? (26. – 2. jan) á 2000cc.
  • Hardcore Damage verður stillt á.
  • Frestur til að skila inn tímum mun renna út klukkan 20:00 (26. des & 2. jan).
  • Notast verður við stigatöfluna á Racenet. Hér er hægt að nálgast hana:
    https://dirtrally2.dirtgame.com/…/186441/standings/current
Ef þú ert ekki í hópnum þá getur þú sótt um hér!
Allir velkomnir, ungir sem aldnir!:
https://dirtrally2.dirtgame.com/clubs/club/186441/members
Einnig ef það vakna upp einhverjar spurningar varðandi Little Dirty þá er það bara að slengja á mig skilaboðum hérna á facebook ?
God Jul! ??

Styrkja

kr.