Skítugt Rallý – LittleDirtyRally

HermiRallý 2022
Allar upplýsingar á Facebook hópnum Skítugt Rallý

ATH hægt er að keyra á PC, PS4, PS5 og XBOX.

 

– Af facebook síðu mótshaldara

Little Dirty Rally – Vortímabil 2022

Eftir létta og skemmtilega Jólaupphitun ætla ég formlega að keyra Vortímabil Little Dirty Rally í gang!

Eins og hefur komið fram er þessi sería að taka yfir VeryDirtyRally fyrirkomulagið frá því í fyrra! Þetta verður hinsvegar ekki aðalkeppnin heldur aðeins alvarlegri “æfingakeppni” en fólk er vant til að gera hlutina skemmtilegri fyrir alla! Hér kemur það!

FYRIRKOMULAG:

  • Hvert tímabil mun innihalda 10 mót.
  • Mótin verða með tveggja vikna millibili frá sunnudegi til sunnudags, en mótin byrja og enda klukkan 20:00.
  • Keyrðar verða 8 leiðir á hverjum stað.
  • Hardcore Damage verður still á ON, Assists verða leyfð auk frálsar myndavélar.
  • Það verður engin liðarkeppni að sinni á þessu tímabili en það má að sjálfsögðu skoða það fyrir þá næstu!
  • Fyrir hvert mót verður búin til sér facebook uppfærsla þar sem hægt er að skrifa smá um hvernig manni gekk o.s.fr…

STIG:

  • Ég ætla að gefa mér það bessaleyfi að fá að láni stigatöfluna hans Guffi úr GTSÍ og bæta við örlitlu twisti (sjá mynd).
  • Auk hefðbundinnar stigagjafar munu verða gefin aukastig fyrir 3 hröðustu tíma síðustu leiðar hvers móts (sjá mynd).
  • Öll mótin 10 munu gilda til stiga.
  • Niðurstöður hvers móts verða kynntar sama kvöld og móti lýkur í sér facebook uppfærslu.
Gaman væri að hafa sem flesta með og skapa smá umræðu í kommentum undir “pósti” hvers móts! Það er alltaf stemmning í því! Markmiðið er að 40 manns keyri a.m.k. eitt mót yfir tímabilið!
Fyrir þá sem hafa ekki keyrt mikið með okkur áður þá er þetta kjörið tækifæri til prófa og upplifa snilldina sem fylgir því að keyra í samfélagi Skítugs Rallís!

Hér getur þú skráð þig til leiks! PC, Ps4 og xBox!

https://dirtrally2.dirtgame.com/clubs/club/186441/members

Ef það koma upp athugasemdir eða spurningar þá ekki hika við að senda á mig línu!

Good luck and have fun!

Styrkja

kr.