HermiDrift meistari 2022

Íslandsmeistaramót GT Akademíunar

 

C

Drift Meistaramót GT Akademíunar

Verð 7000kr, einungis er hægt að keyra í GT Akademíunni nema þú búir meira en tveggja klukkustunda akstri frá Reykjavík, þá má keyra að heima. Keppnistjórn: kps@kps.one

Til að vera með í mótinu þarftu að:

 1. Skrá þig (Hér)
 2. Mæta á Úrtöku/Qualifying Fimmtudaga fyrir keppni (sjá dagatal)
 3. Greiða 7000kr hjá GT Akademíunni fyrir hverja keppni.
 4. LESA REGLUR (Hér)

  Auka æfingar á almennum tímum:
  1 klst – 3500kr
  2 klst – 5000kr
  Einnig eru æfinga/meðlimakort í boði, sjá Verðskrá
  Bókanir á Facebook eða í síma: 537-2400


  í hverri keppni verða veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin, því fleirri keppendur því hærri verður potturinn!
  Einnig er lokapottur fyrir meistarann!!

Dagskrá æfinga
Quali : fimtudagar
18:00 mæting keppanda
18:10 Æfing keppenda hefst
20:30 Æfingu keppenda lýkur
20:30 Tímatökuæfing hefst
21:00 Tímatökuæfingu lýkur

Dagskrá keppnisdaga
12 :00 mæting keppenda
12:10 Keppendafundur
12:15 Æfing keppenda hefst
12:30 Æfing keppenda hefst
15:50 Æfing keppenda lýkur
16:00 Keppni hefst
18:00 keppni lýkur
18:10 Lokaúrslit birt
18:15 Verðlaunaafhending

Vertu með í umræðunni

Á Discord rásinni er virk umræða um keppnir og keppnishald og ýmislegt annað sem við kemur öllum hermiakstri.

 

Útsendingar á

LoadingKeppnisgreinareglur fyrir hermidrift GT Akademíunar

2022

GREIN 1 ALMENNT

GREIN 1.1 GILDISSVIÐ

1.1.1 Reglur þessar gilda fyrir allar keppnir GT Akademíunar í hermidrifti.
1.1.1.a Keppnishaldara er heimilt að víkja frá keppnisfyrirkomulagi og flokkareglum í keppnum öðrum en Íslandsmeistarakeppnum.

1.1.2 Keppnir eru haldnar samkvæmt Reglubók FIA (e. International Sporting Code (ISC)), keppnisreglum FIA, þessum keppnisgreinareglum og sérreglum hverrar keppni.

1.1.3 Gæti misræmis á þessum keppnisgreinareglum og keppnisreglum- eða Reglubók FIA þá gilda reglur FIA.

GREIN 2 SKRÁNING

GREIN 2.1 KEPPENDUR OG ÖKUMENN

2.1.1 Keppendum er heimilt að skrá sig einu sinni í hverja keppni.

GREIN 3 KEPPNISFYRIRKOMULAG

GREIN 3.1 ALMENNT

3.1.1 Ræsing á ferð er framkvæmd án fylgdarbíls frá ráspól og er ökutækjum ætlað að aka á eigin vegum að ráslínu í réttri röð.

3.1.2 Um hegðun ökumanna í brautarakstri gildir kafli IV viðauka L í Reglubók FIA um aksturshegðun á brautum.

3.1.3 Keppni samanstendur af æfingu, forkeppni og útsláttarkeppni.

GREIN 3.2 LEIÐIN

3.2.1 Keppnishaldari og keppnisstjóri skipuleggja leiðina fyrir hverja keppni 

3.2.2 Leiðin skal innihalda að lágmarki 3 beygjur.

3.2.3 Fyrir akstur skal setja upp hindrun fyrir leiðandi ökutæki til að hægja á því fyrir upphaf leiðar.

GREIN 3.3 KEPPNISUMHVERFI

3.3.1 Keppt er í Assetto Corsa tölvuleiknum.

3.3.3 Keppanda er heimilt að hafa slökkt á hreyfihermi ef hann kýs það.

GREIN 3.4 TÆKNILEGT UMHVERFI

3.4.1 Keppnishaldari tryggir að allir hermar séu eins líkir og mögulegt er og ákveður endanlega uppsetningu alls vél- og hugbúnaðar í keppnum.

3.4.2 Keppnisstjóri úthlutar keppendum sæti í hermum.

3.4.3 Komi upp sú staða í keppni að ökumaður missir netsamband eða bilun verður í búnaði, skal endurtaka ferðina.

3.4.4 Stream/Streymi
3.4.4.a Bílstjórar mega ekki streama á sínum eigin rásum eða miðlum á meðan keppni stendur. Einu undanþágur eru ef keppnishaldari gefur leyfi.

GREIN 3.5 DÓMARAR

3.5.1 Þrír staðreyndadómarar dæma akstur ökutækja samkvæmt grein 7, reglur um aksturslag.
3.5.1.a Æskilegt er að allir staðreyndadómarar hafi setið námskeið í dómgæslu.
3.5.1.b Þó skal að lágmark einn dómari vera búinn að sitja námskeiðið og skal hann þá vera formaður dómnefndar.

GREIN 3.6 LEIÐBEINANDI (Spotter)

3.6.1 Leibeinandi hefur það hlutverk að leiðbeina ökumanni í gegnum leiðina.

3.6.2 Keppnisstjóri skal fara yfir með leiðbeinendum hvar þeim er heimilt að vera staðsettir á meðan keppni fer fram

3.6.3 Ökumanni og leiðbeinanda er heimilt að vera með fjarskipti sín á milli.

GREIN 4 FORKEPPNI

4.1 Tvær umferðir eru keyrðar í forkeppni en keppendur þurfa ekki að nýta báðar, betri ferðin gildir.

4.2 Ef tveir eru með jafnmörg stig eftir forkeppni, raðast sá fyrir ofan sem var með fleiri stig í fyrri umferð forkeppninnar.

4.3 Dómarar dæma forkeppni samkvæmt grein 8, reglum um aksturslag.
4.3.a Um stigagjöf gildir grein 8.2 í reglum um aksturslag.

4.4 Ef keppandi fer ekki ferð í forkeppni, fellur hann úr keppni og er ekki talinn með í uppröðun fyrir keppnina sjálfa.

GREIN 5 ÚRSLITAKEPPNI

GREIN 5.1 ÚTSLÁTTARKEPPNI

5.1.1 Keppendum er raðað upp eftir stigafjölda úr forkeppni.
5.1.1.a Nánari útlistun á uppröðun keppenda má sjá í grein 8.1, reglum um aksturslag.

5.1.2 Keppendur keyra brautina saman, sá sem er stigahærri úr forkeppni byrjar á að leiða og sá sem var lægri í forkeppni eltir, svo skipta þeir.

5.1.3 Dómarar skera úr um sigurvegara eftir báðar ferðir keppenda.
5.1.3.a Baráttan gæti endað með sigri annars hvors eða með jafntefli.
5.1.3.b Ef um jafntefli er að ræða hafa keppendur rétt á því  að fara aftur á viðgerðarsvæði og aka aftur eftir stutt hlé, svo þeir hafi tíma fyrir dekkjaskipti o.fl. sé þess þörf.

5.1.4 Keppendur geta tekið 5 mínútna viðgerðarhlé, einu sinni í hverri keppni. Það er hugsað fyrir viðgerðir.
5.1.4.a Þetta hlé má eingöngu taka í útsláttarkeppni, ekki í forkeppni.
5.1.4.b Eingöngu keppnisstjóri getur leyft viðgerðarhlé og metur hann það í hvert skipti hvort það sé nauðsyn.

5.1.5 Leiðbeiningar fyrir dómara eru í grein 8, reglur um aksturslag.

GREIN 6 STIG TIL ÍSLANDSMEISTARA

6.1 Sá keppandi sem hlotið hefur flest stig samanlagt úr öllum keppnum til Íslandsmeistara telst Íslandsmeistari.

6.2 Stig til Íslandsmeistara eru gefin fyrir sæti í undanúrslitum samkvæmt eftirfarandi töflu:
1. sæti : 8 stig
2. sæti : 7stig
3. sæti : 6 stig
4. – 8. sæti : 5 stig
9. – 16. sæti : 4 stig
17. – 32. sæti : 3 stig

6.3 Stig til Íslandsmeistara eru gefin fyrir sæti í lokaúrslitum samkvæmt eftirfarandi töflu:
1. sæti : 100 stig
2. sæti : 80stig
3. sæti : 70 stig
4. sæti : 60 stig
5. – 8. sæti : 48 stig
9. – 16. sæti : 32 stig
17. – 32. sæti : 16 stig

6.3 Ef tveir eða fleiri eru með jafnmörg stig í efsta sæti í lok keppnistímabilsins skal sá teljast Íslandsmeistari sem var ofar í þeirra síðustu innbyrðis keppni.

GREIN 7 TÆKNILEG SKILYRÐI ÖKUTÆKJA

GREIN 7.1 ALMENNT

7.1.1 Svo að bíll sé hæfur í keppni þarf hann að vera fjöldaframleiddur.

7.1.2 Til þess að bílstjórar geti átt  löglegan bíl þarf að fara eftir sérákvæðum sem má finna hér að neðan.

7.1.3 Löglegar týpur af bílum eru fólksbílar, 2-5 dyra, skutbílar og blæjubílar.

7.1.4 Jeppar/Trukkar/Pallbílar eru ekki leyfðir.

7.1.5 Bílar þurfa að vera afturhjóladrifnir.

7.1.6 Bílstjórar hafa leyfi til þess að breyta uppsetningu á bílum en ekki er löglegt að skipta um hluti á bílum á meðan keppni stendur.

7.1.7 Bílstjórar mega skipta um bíl svo lengi sem þeir missa af einni keppni á önn. 

7.1.8 Það má skipta um hluti á bílum þangað til vika er í næstu keppni.

7.1.9 Skylda er að keyra á dekkjum frá keppnishaldara.

GREIN 7.2 ÞYNGD OG DEKKJABREIDD

7.2.1 Leyfileg dekkjabreidd afturdekkja ræðst af þyngd ökutækis samkvæmt eftirfarandi töflu:

Þyngd Dekkjabreidd

1090-1134kg                 215mm

1135-1179kg                   225mm

1180-1224kg      235mm

1225-1269kg 245mm

1270-1314kg 255mm

1315-1360kg 265mm

1361-1406kg 275mm

1407-1451kg 285mm

1452-1496kg 295mm

7.2.2 Stærð og þyngd bíla er takmörkuð miðað við dekk sem má nota í keppnum.

7.2.3 Bílar þurfa að vera búnir keppnisdekkjum frá keppnshaldara. Þau verða sett á þegar bílar fá tæknilega skoðun fyrir keppni.

7.2.4 Fram dekk ökutækja má ekki vera breiðara en 265mm

GREIN 7.3 BREYTINGAR

7.3.1 VÉL

7.3.1.1 Breytingar eru leyfðar svo lengi sem þær eru sem raunverulegastar. 5000hö er til dæmis ekki löglegt.

7.3.1.2 Ef efasemdir um raunveruleika koma upp verður bíllinn settur í tæknilega skoðun hjá keppnishaldara og farið verður fram á að keppandi sýni bíl með sambærilegann mótor og afl mælingar, annars verður honum breytt af keppnishaldara svo hann megi keppa. 

7.3.2 FJÖÐRUN

7.3.2.1 Breytingar á fjöðrunarbúnaði eru leyfðar.

7.3.2.2 Breytingar verða að vera samþykktar af keppnishaldara.

7.3.2.3 Stýrisgráða bíla má ekki vera meiri en 74 gráður.

7.3.2.4 Breytingar þurfa að vera eins nálægt raunverulegum bílum og hægt er.

7.3.2.5 Undirvögnum bíla má breyta með samþykki keppnishaldara.

7.3.2.6 Bílum má ekki breyta svo þeir séu of dýrir.

7.3.3 DRIFLÍNA

7.3.3.1 Allar driflínubreytingar eru leyfðar.

7.3.3.2 Engin rafræn aðstoð er leyfð í bíla. Til dæmis skriðvörn, ABS, ECS eða slíkt.

7.3.4 STRAUMLÍNULAG OG ÚTLIT

7.3.4.1 Allar útlitsbreytingar eru leyfðar.

7.3.4.2 Hörundfeldur(skin/livery) er nauðsynlegur.
7.3.4.2.a Bílar þurfa að minnsta kosti að vera merktir keppnishaldara.
7.3.4.2.b Á bílstjóra og farþega hurð skal nafn vera merkt á borða, þar má íslenski fáninn líka vera.
7.3.4.2.c Öll hönnun þarf að vera samþykkt af keppnishaldara.

7.3.4.3 Útlitsbreytingar sem innihalda vindskeið, fram-, aftur og hliðarsvuntur eru leyfðar en vinddreifarar (diffusers) eru ekki leyfðir.

7.3.4.4 Bremsuljós er nauðsynlegt yfir framrúðu.

7.3.4.5 Það er mikilvægt að hafa bjartan lit yfir að minnsta kosti 20% af hverri felgu.
7.3.4.5.a Það má bara hafa þennan eina tengda lit yfir einn flöt (sjá myndir af felgum).

GREIN 8 REGLUR UM AKSTURSLAG

Grein 8.1 Uppröðun keppenda

8.1.1 32 efstu úr forkeppninni raðast upp í útsláttarkeppni.

8.1.1.a Keppendur sem ekki komast í 32 efstu sætin í forkeppni, eru fallnir úr keppni.

8.1.2 Keppendum skal raða upp í tréð eftir árangri í forkeppnni, besti ökumaður fer á móti versta ökumanni (1 sæti vs 32. Sæti, 2 sæti vs 31 sæti og svo framvegis)

8.1.2.a Séu færri en 32 keppendur skal halda sömu uppröðun en sleppa að raða inn þeim sætum sem eru ekki til staðar

8.1.2.b Ekki þarf að keyra staka keppendur.

Grein 8.2 Forkeppni

8.2.1 Stigagjöf í forkeppni:

8.2.1.a Línu dómari = 40 stig.

8.2.1.b Gráðu dómari = 30 stig.

8.2.1.c Stíl dómari = 30 stig

8.2.1.d Sjá útskýringar og sundurliðun á hverjum lið neðst í skjali.

8.2.2 Alls 100 stig að hámarki. Stig eru gefin í heilum tölum.

Grein 8.4  Útsláttarkeppni opinn flokkur

8.4.1 Í útsláttarkeppni sjá allir dómarar um að dæma öðrum ökumanninum í vil og dæma þá alla þætti ferðarinnar hver fyrir sig.

8.4.1 0 stig fást fyrir ferðina ef:

8.4.1.a Tvö eða fleiri dekk ökutækis fara út fyrir merkta braut.

8.4.1.b Bifreið snýst á meðan á akstri í merktri braut stendur.

8.4.1.c Húdd, skottlok og/eða hurð á faratæki opnast á meðan á akstri í merktri braut stendur.

8.4.1.d Annar hvor ökumaður veldur árekstri sem hefði verið hægt að forðast, eða rekst á keppinaut sinn og veldur breytingu á skriði og/eða hann snýst.

8.4.1.e Aftari bíll ( sá sem eltir), tekur fram úr fremri bíl (sem leiðir) á óleyfilegan hátt.

8.4.1.f Annar eða báðir ökumenn missa „skrið“ og/eða stoppa og missa þannig af keppinaut.

8.4.2 Tveir ökumenn aka saman hlið við hlið, annar byrjar á að „Leiða“ og ekur þá á undan fyrri ferð, skipta þeir svo um stöðu og „Fylgir“ eða ekur þá fyrri ökumaðurinn á eftir hinum. Dæma dómararnir þrír öðrum hvorum ökumanninum í vil og er tekin saman niðurstaða þeirra þriggja eftir báðar ferðir.
8.4.3 Tapi leiðandi ökumaður skriði, eða fer út úr braut, skal sú ferð teljast töpuð hjá honum.
8.4.3.a Fylgjandi ökumanni er ekki skylt að klára leiðina í því tilviki.

8.4.4.a Mögulegar niðurstöður:

8.4.4.a.i Ökumaður A vinnur.

8.4.4.a.ii Ökumaður B vinnur.

8.4.4.a.iii Jafntefli og þar með önnur umferð

8.4.5 Ef tveir dómarar eru sammála um að annar hvor ökumaður hafi betur, vinnur sá ökumaður. Annars er ekin önnur umferð.

Grein 8.5 Árekstrar í Opnum flokk

8.5.1 Verði árekstur í keppni í Opnum flokk, dæma dómarar hvort annarhvor ökumaður beri ábyrgð á árekstrinum og hafi annað hvort ökutæki orðið fyrir skemmdum. 

8.5.2 Hafi annað hvort ökutæki orðið fyrir skemmdum geta báðir ökumenn tekið sér 10 mínútna viðgerðar hlé um leið og árekstur verður.

8.5.2.a Dugi 10 mínútur ekki til, getur aðeins sá ökumaður sem dæmdur er ekki ábyrgur fyrir árekstrinum tekið lengra hlé. Hefur sá ökumaður þá viðgerðar hlé þangað til komið er að næstu umferð, sé það lengur en 10 mínútur.

8.5.2.b Takist ökumanninum og aðstoðarmönnum hans tveimur ( þarna hefur ökumaður leyfi til að kalla til tvo auka aðstoðarmenn, eða fá aðstoð annara aðstoðamanna bjóðist honum það.) ekki að gera bíl sinn ökuhæfan fyrir næstu umferð er þeim ökumanni dæmt í vil úr því einvígi. 

8.5.3 Verði árekstur í keppni fyrir Opinn flokk, í fyrri ferð og dæmist þannig að hvorugum ökumanni sé um að kenna, vinnur sá sem fleiri stig í Forkeppninni. 

8.5.4 Verði árekstur í seinni ferð og hvorugum ökumanni er um að kenna er dæmt út frá niðurstöðu fyrri ferðar.

Grein 8.6 Útskýringar og Sundurliðanir á stigagjöf

8.6.1 Línu dómur = Áður en að keppni hefst, gefur keppnishaldari/keppnisstjóri út þá línu sem keppendur skulu reyna að halda sig við í gegnum brautina. 

8.6.1.a Dómarar gefa svo keppendum frá 0 til 40 stig með tilliti til hversu vel þeim tekst að halda sig við þá línu sem keppnishaldari/ keppnisstjóri gáfu út og dómarar samþykkja. 

8.6.2 Gráðu dómur = Dómarar fylgjast með keppendum alla ferð þeirra í gegnum merkta akstursbraut og gefa keppendum frá 0 til 30 stig með tilliti til hversu mikilli gráðu þeim tekst að halda bílnum í miðað við beina akstursstefnu. 

8.6.3 Stíl dómur = Stíl dómari getur gefið keppendum frá 0 til 30 stig fyrir sérhverja umferð byggt á akstursstíl viðkomandi keppenda. Hvernig keppandi byrjar skrið, nálægð hans við keilur og/eða aðra hluta brautar sem ætlast er til að keppandi sé nálægt. 

8.6.3.a Þar að auki telst það allt ökumanni til tekna sem dómara finnst sýna persónulegan stíl keppenda..

GREIN 9 SKÝRINGAR

Grein 9.1 Lína

9.1.1 Lína er sá staður á brautinni sem bíllinn á helst að vera. Línan er merkt með ytri og innri snertipunktum, beygjusvæðum, byrjunar og endalínum.

9.1.2 Innri snertipunktar eru keilur sem framdekk eiga að fara sem næst án þess að snerta.

9.1.3 Ytri snertipunktar eru svæði þar sem afturstuðari eða afturdekk eiga að fara sem næst.

9.1.4 Beygjusvæði eru þar sem akstursstefna breytist.

9.1.5 Byrjunarlína er þar sem bílar eiga að vera komnir á hlið, á ensku kallað “last point of entry”

9.1.6 Endalína er þvert yfir braut og sýnir þann stað sem brautin endar.

Grein 9.2 Gráða

9.2.1 Gráða snýst um það hversu mikið bíll er á hlið í spóli. 

9.2.2 Bílstjórar ættu að halda stýrisaðlögun í lágmarki. 

9.2.3 Á milli beygja skulu bílstjórar alltaf sýna fullkomna stjórn á ökutæki.

Grein 9.3 Síll

9.3.1 Stíll er byggður á því hversu fallega og vel bílstjórar keyra. Stjórn á bremsu, inngjöf og gráðu skiptir miklu máli. 

9.3.2 Upplýsingar um það eftir hverju dómarar leitast í hverri keppni kemur fram á keppendafundi fyrir keppni.

Grein 9.4 Viðhalda Hraða

9.4.1 Það er mikilvægt að bílstjórar fylgi bremsusvæðunum eftir bestu getu. 

9.4.2 Ef þeir bremsa í veg fyrir aftari bíl eða viljandi hægja á honum fá þeir punkt.

Grein 9.5 Framúrakstur

9.5.1 Frammúrakstur er leyfður en það er ekki hvatt til þess. 

9.5.2 Það má taka fram úr hvar sem er á brautinni svo lengi sem ekki er ekið í veg fyrir fremri bílstjóra. 

9.5.3 Fremri bíll þarf að vera langt í burtu frá línunni sem dómarar vilja að sé ekið á. 

9.5.4 Frammúrakstur sem fellur ekki undir fyrrnefnd ákvæði verður dæmdur ólöglegur og þá fær seinni bíll núll fyrir umferðina. 

9.5.5 Bílstjóri sem tekur fram úr þarf að klára ferðina.

Grein 9.6 Snerting eða árekstur

9.6.1 Árekstrar geta átt sér stað og þá er sá sem ber ábyrgð sem fær núll fyrir þá ferð.
9.6.1.a Stundum bera báðir bílstjórar ábyrgð og þá fá þeir báðir núll fyrir ferðina.
9.6.1.b Dómarar ákveða þetta í hverju tilfelli.

9.6.2 Minniháttar snerting er leyfð en er í hverju tilfelli dæmd í lagi eða ekki, þá mun sá sem ber ábyrgð fá punkt. 

Grein 9.7 Mistök

9.7.1 Ef fremri bílstjóri hættir að spóla vegna mistaka eða annarra ástæðna þarf seinni bílstjóri að halda áfram að spóla, nema það sé óhjákvæmilegt eða óheppilegt.
9.7.1.a Til dæmis ef fremri bíll snýr og seinni bíll gæti keyrt á hann.

9.7.2 Þetta gildir bæði um aftari og fremri bílstjóra.

GT AKADEMÍAN

 

Faxafen 10 | 107 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is

 

Styrkja

kr.