Akstursíþróttanámskeið í ökuhermi

GT Akademían heldur sumarnámskeið fyrir ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára.
Markmið:

 • Kynna ungmennum akstursíþróttir
 • Kenna íþróttamannslega hegðun
 • Kenna reglur mótorsports
 • Farið verður yfir helstu tegundir mótorsporta
 • Undirbúa nemendur undir þátttöku í hermikappakstri á netinu.

Snert verður á eftirfarandi tegundum mótorsports.

 • Hringakstur – Go_cart
 • Hringakstur – GT bílar
 • Hringakstur – Formúla (F1 og F3)
 • Hringakstur – Indicar Oval
 • Hringakstur – Nascar Oval
 • Rally Cross

Hvers vegna er gott að stunda hermikappakstur? Akstur í ökuhermi er keimlíkt því að keyra bíl í raunheimi. Nemendur temja sér atriði sem hagnast þeim í almennum akstri:

 • Samhæfing sjónar, handa og fóta.
 • Aukin einbeiting, eftirtekt og rýmisvitund.
 • Bætt viðbrögð við aðstæðum á vegi.

Forrit og búnaður:
Öll gögn og búnaður er á staðnum og þurfa nemendur bara taka góða skapið með sér. Notast er við forritið Project Cars 2 í kennslu. Hermarnir sem notast er við eru frá SimXperience.

Lengd námskeiðs:

 • 2 vikur
 • 4 daga í viku
 • 1.5 klst hver kennslustund

GT AKADEMÍAN

 

Ármúli 23 | 105 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is