Bein útsending !

C

GT Akademíu mótið - 2024-2025

Verð: 0kr

Reglur

Til að vera með þarftu að skrá þig í GT Akademíu deildina/League í iRacing. Deildin er nr 4302
Skrá þig á Discord rásina okkar og hlusta á keppendafund í byrjun keppni.
Allar nánari upplýsingar um keppnir er að finna á Discord rásinni.


Mót 1: Super Formula
Keppt verður á ýmsum brautum og stefnt er að hafa útsendingu frá hverri keppni.

Mót 2: Keppt verður á ýmsum bílum og brautum og verður einungis notast við fríar brautir og mestmegnis ætlum við að nota fría bíla líka, möguleiki á útsendingu en enginn loforð.

Annanhvern Föstudag kl 19:30

Mót 1:
60min æfing/skráning inná server.
Keppendafundur kl 20:20
20 Mín Tímataka kl: 20:30
5min pása
60 Mín Keppni 1 – Rásröð eftir tímatöku

Mót 2:
Frjálsari uppröðun á keppnum, Tilkynnt samdægurs eða fyrr. Ákvörðun sem keppnistjórn tekur eftir hentisemi og áskilur sér allan rétt á að tilkynna og breyta uppsettningu hvernær sem er.

4 Sæti laus í Akademíunni – Bókanir í síma 537-2400 eða gta@gta.is | Verð: 4000kr, frítt fyrir meðlimi.

Eldri Mót:

Niðurstöður eftir sumarmót GT Akademíunar 2024

Reglur

GREIN 1 ALMENNT

GREIN 1.1 GILDISSVIÐ

1.1.1 Reglur þessar gilda fyrir GT Akademíu Mót
1.1.1.a Keppnishaldara er heimilt að víkja frá keppnisfyrirkomulagi og flokkareglum

GREIN 2 SKRÁNING

GREIN 2.1 KEPPENDUR OG ÖKUMENN

2.1.1 Keppendur skrá sig í mótið með því að vera meðlimir í GT Akademíu deildinni í iRacing, enginn frekari skráning þörf.
2.1.2  Keppendur verða vera á Discord rás GT Akademíunar og taka þátt í Keppenda fundi sem haldin er 10 mínútum áður en tímataka hefst.
2.1.3  Upplýsinga tafla er á Discord Rásinni, geri keppnisstjórn einhverjar breytingar fyrir eða í miðri keppni,  skulu þær breytingar ávalt vera tilkynntar á upplýsingatöflu.

GREIN 3 KEPPNISFYRIRKOMULAG

GREIN 3.1 ALMENNT

3.1.1 Ræst er frá Stoppi almennt nema annað sé tekið fram á keppendafundi
3.1.2 Komi upp sú staða að iRacing þjónn krefjist ræsingar á ferð er það villa í iRacing og verður keppni þá ræst með fljúandi starti nema keppnistjórn taki annað fram á upplýsingatöflu keppenda á Discord Rás GT Akademíunar.
3.1.2.a Sé þörf á að tala við keppendur gerir keppnisstjóri það í gegnum hljóðrásir iRacing ef tæknilegar ástæður innan iRacing forritsins krefjast ekki endurræsingar.
3.1.3 Skylt er að virkja hljóðrásir í iRacing svo keppnisstjóri geti gefið fyrirmæli ef þörf er á.

3.1.4 Um hegðun ökumanna í brautarakstri gildir kafli IV viðauka L í Reglubók FIA um aksturshegðun á brautum.
3.1.4.a Ökumaður sem ver stöðu sína á beinum kafla eða fyrir bremsusvæði má nota alla brautarbreiddina við fyrstu stefnubreytingu að því gefnu að marktækur hluti þess ökutækis sem reynir að komast framúr honum sé ekki við hlið hans. Á meðan ökumaður verst með þessum hætti má hann ekki yfirgefa brautina án réttlætanlegrar ástæðu.
3.1.4.b Til að taka af allan vafa, nemi framendi ökutækis sem reynir að komast framúr við afturdekk fremra ökutækisins telst það vera marktækur hluti.
3.1.4.c Ökumaður sem ver stöðu sína í beygju má halda aksturslínunni sé hann meira en hálfa bíllengd í miðri beygju fyrir framan þann sem reynir framúrakstur.

3.1.5 Ætli ökumenn sér að nota EXIT VEHICLE möguleikan í æfingu eða tímatöku, verða þeir að gera það utan brautar eða augljósrar aksturslínu.

3.1.6 Æfing á ræsingu eða önnur svipuð aksturshegðun er einungis leyfð á meðan æfingu stendur, og má aðeins framkvæma á lengsta beina kafla og úr aksturslínu.

3.1.7 Í lok aksturs ber ökumönnum að forðast árekstra og aka sem fyrst inn í pit.
3.1.7.a Fagnaðar spól er leyfilegt en velja skal stað sem er ekki á miðri braut eða gæti valdið árekstri.

3.1.8 Verði meiriháttar árekstur við upphaf keppni hefur keppnisstjóri möguleika á að kalla út öryggisbíl til að hægja niður keppni þar til ökumenn sem atvik hafði áhrif á hafa látið laga skemmdir bílanna og eru komnir aftast í röðina.

3.1.9 Sé öryggisbíll sendur út fá þeir ökumenn sem lentu í atviki að fara aftast í röðina sem er á eftir öryggisbíl í þeirri röð sem þeir koma úr pittinum. Öryggisbíll er í sumum tilfellum ekinn af keppnisstjórn og mun þá Keppnistjórn nota Hljóðkerfi iRacing til að gefa skipanir
3.1.9.a Þegar ökumenn koma úr pitti undir þessum kringumstæðum er þeim gert kleift að taka fram úr öryggisbíl til þess að ná stöðu sinni aftast í röð. Svokallað “WAVEBY” er notað.
3.1.9.b Ökumönnum ber að fylgjast vel með skipunum sem iRacing gefur á meðan öryggisbíll er í braut.

 

GREIN 3.2 KEPPNISUMHVERFI

3.2.1 Keppt er í iRacing tölvuleiknum.

3.2.2 Keppendur þurfa að vera í áskrift hjá iRacing og eiga þær brautir og bíl sem notuð eru í mótaröðinni.

3.2.3 Keppendur hafa kost á að keppa með eigin búnaði, láns eða leigubúnaði, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.
3.2.3.a Keppendum er heimilt að vera staðsettir hvar sem þeim hentar.
3.2.3.b Keppendur verða nota stýri sem stjórntæki eða álíka búnað, ekki er heimilt að nota stýripinna.

3.2.4 Keppendur verða að nota iRacing aðgang með því nafni sem þeir eru skráðir undir til keppni.

3.2.5 Keppendur verða vera skráðir í GT Akademíu deildina/League(Deild #4302) í iRacing þar sem hún er notuð til að halda utan um mótið innan iRacing hugbúnaðarins.

3.2.6 Aðstoðar tækni ekki leyfð. Td, sjálfvirk gírskipting.
3.2.6.a Sjálfvirk kúpling og “Autostart” verður leyft, svo keppendur þurfa ekki að ræsa bílana sína sjálfir.

3.2.7 Skemmdir á bílum eru hafðar á No Damage, bíllinn lagast sjálfkrafa eftir árekstur.


GREIN 3.3 TÆKNILEGT UMHVERFI

3.3.1 iRacing forritið mun að mestu leyti sjá um tæknilega keppnisstjórn og úthlutar refsingum fyrir útafakstur, þjófstart, árekstra og svo framvegis sem teljast gildir staðreyndadómar.

3.3.2 Komi upp sú staða í keppni að allir ökumenn missi samband við netþjón iRacing er keppnistjóra heimilt að ljúka keppni ef 67% hennar hafi þegar verið ekið. Að öðrum kosti skal endurræsa keppnina með 10 mínútna keppnistíma eftir á klukkunni.

 

GREIN 3.4 REFSINGAR

3.4.1 Atvikastig/Incident points (sem iRacing forritið dæmir á ökumenn):
3.4.1.a Létt snerting við annan bílstjóra (e. Light contact with another driver) x 0
3.4.1.b Dekk útaf braut (e. Wheels off the racing surface) x1
3.4.1.c Missa stjórn (e. Loss of control) x2
3.4.1.d Snerting við hluti í braut (e. Contact with other object) x2
3.4.1.e Mikil snerting við annan bílstjóra (e. Heavy contact with another driver) x4
3.4.2 Þegar ökumaður hefur fengið 15 atvikastig eða fleiri ber honum að stoppa í pitti.
3.4.2.a Fyrir hver auka 6 stig eftir það er annað stopp í pitti.
3.4.3 Fyrir of hraðan akstur ökutækis inn í pittsvæði eða pittakrein má vísa keppanda úr keppni
3.4.4 Ströngustu reglur og viðurlög leiksins gilda í keppni og er refsingum beitt innan leiksins gerist ökumaður brotlegur (styttir sér leið, ekur utan vegar, ekur of hratt in á pittsvæði og svo framvegis).

GREIN 3.5 ÆFING/UPPHITUN

3.5.1 Skráðir keppendur skulu skrá sig inn á keppnisþjón(server) á keppnisdegi í gegnum iRacing forritið áður en iRacing æfingarlotu(practice) lýkur svo þeir geti fengið aðgang að tímatökum. Ekki þarf að opna leikinn sjálfan, en að lágmarki þarf að ýta á “register” takkann áður en æfingalotu lýkur.

3.5.1.a Keppnisþjón er að finna í GT Akademíu Deildinni í iRacingUI.

3.5.2.b Liðsstjóri eða aðstoðarmaður keppenda skal skrá sig inn með “Watch” takkanum.

3.5.2.c Aðeins einn aðstoðarmaður eða liðstjóri má tengjast keppnisþjón.

3.5.3 Keppendafundur verður haldinn þegar 20 mínútur eru eftir af þessari æfingu/upphitun.
3.5.4 Keppendafundur er haldin á Discord Rás GT Akademíunar.

GREIN 3.6 TÍMATAKA FYRIR RÁSPÓL

3.6.1 Að loknum keppendafundi klárast æfing á keppnisþjóni og þá hefst Tímataka.

3.6.2 Tímataka fyrir ráspól er opin í 20 mínútur og eru allir ökumenn saman á brautinni meðan á henni stendur.

3.6.3 Ökumaður sem er á úthring verður að víkja fyrir umferð.
3.6.3.a Óheimilt er að tefja fyrir bíl á hröðum hring og ber ökumanni að víkja úr aksturslínu til að hleypa bíl á hröðum hring framúr. (“Ökumaður á hröðum hring” er ökumaður sem er að aka hraðar en þú þrátt fyrir að þú sért búinn að ljúka þínum úthring.)
3.6.3.b Ef hraðari bíll nær keppanda þarf sá keppandi að víkja fyrir hraðari bíl.
3.6.4 Stig eru gefin fyrir Tímatöku samkvæmt töflu hér að neðan.

GREIN 3.7 KEPPNIR

3.7.1 Að lokinni tímatöku fyrir ráspól hefjast keppnislotur.
3.7.2.keppnislota 1 er 30 mínútur
3.7.2.a  Raðað er upp í rásröð eftir niðurstöðum tímatöku

3.7.3 keppnislota 2 er 30 mínútur.
3.7.3.a  Raðað er upp í rásröð eftir niðurstöðum Keppni 1, 10 fremstu í öfugri rásröð.

3.7.4  Skylda er að stoppa í pitt og skipta út 4dekkjum í báðum keppnum nema annað sé tekið fram á upplýsingatöflu eða fundi fyrir keppni.
3.7.5  Stop í pitt er ekki tekið gilt ef afturdekk bíls þess keppanda eru ekki kominn inn fyrir pitt svæðis línu, eigi síðast en 3mínútum fyrir lok keppni.

GREIN 6 STIG TIL ÍSLANDSMEISTARA

6.1keppandi sem hlotið hefur flest stig samanlagt úr öllum keppnum telst Meistari.

6.2 Stig til Meistara eru gefin fyrir sæti í lokaúrslitum hverrar keppni samkvæmt eftirfarandi töflu:

Stig í báðum umferðum:
1. sæti : 25 stig
2. sæti : 18 stig
3. sæti : 15 stig
4. sæti : 12 stig
5. sæti : 10 stig
6. sæti : 8 stig
7. sæti : 6 stig
8. sæti : 4 stig
9. sæti : 2 stig
10. sæti: 1 stig

6.3 Að auki fæst 1 stig fyrir hraðasta hring í hverri umferð.

6.6 Séu tveir eða fleiri með jafnmörg stig í efsta sæti í lok keppnistímabilsins skal sá teljast Íslandsmeistari sem oftar hefur sigrað keppnir á tímabilinu.
6.6.a Sé staða enn jöfn skal telja fjölda 2. sætis og svo koll af kolli.

GREIN 7 KEPPNISFLOKKAR

GREIN 7.1 

7.1.1 Keppnistjórn mun ákveða bíl og braut hverju sinni og úthluta stillingum (fixed setup).

7.1.3 Skoðið League sessions til að vita hvað verður keyrt næst.
7.1.4 Setup/stillingar frá iRacing verða notaðar og einungis verður átt við bensínmagn.

GT AKADEMÍAN

 

Faxafen 10 | 107 Reykjavík | Sími 537 2400

gta@gta.is

 

Styrkja

kr.